Láki Máni og þjófahyskið
20 Þjófahyskið Það er fundur í eldhúsinu. Allir íbúar mæta. Láki Máni skilar hönskum og tyggjói. – Hanskarnir mínir! kallar Karítas. – Tyggjóið mitt! Klara grípur pakkann. Láki Máni heldur ræðu. Hann talar um hver tók hvaða dót. Hann vill ekki búa með þjófum og ræningjum. Láki Máni ætlar sjálfur að bæta sig. Allir lofa að taka sig á. – En hver tekur bíllyklana? spyr pabbi. – Enginn, pabbi, svarar Láki Máni. Þú týnir þeim sjálfur. Dyrabjöllu er hringt. Malla vinkona tvíburanna er fyrir utan. Hún er með hjólið hans Láka Mána. – Karítas gleymdi því hjá mér, segir Malla. Af hverju er haldinn fundur í eldhúsinu við Sómagötu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=