Láki Máni og montrassinn

Til kennara og foreldra! Í Smábókaflokki Menntamálastofnunar eru bækur sem ætlað er að vekja lestraráhuga yngstu barnanna og veita þeim þjálfun í lestri. Leitast er við að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að sögurnar höfði jafnt til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. Bækurnar eru allar 24 blaðsíður og því auðvelt að ljúka við lestur bókar. Á vefsíðunni Íslenska fyrir yngsta stig – veftorg eru fjölbreyttar kennsluhugmyndir með bókunum sem henta bæði í einstaklings- og hópvinnu og þangað má sækja verkefni með sögunni til að prenta út. Áður en bókin er lesin Áður en lestur hefst ættu nemendur að skoða bókina, ræða um hana og kynna sér • hver er höfundur hennar • hver hefur teiknað myndirnar • hvað bókin heitir, þ.e. titill • um hvað hún fjallar Einnig ættu nemendur að skoða vel myndirnar og gera sér í hugarlund hvað gerist í sögunni, hvar hún fer fram, hver atburðarásin er, hvaða persónur sjást á myndunum o.s.frv. Minnast nemendur þess að hafa lesið aðrar bækur um Láka?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=