Læstur inni

Læstur inni Samhljóðasambönd 2 ISBN 978-9979-0-2554-2 2003 © Kristín Steinsdóttir 2003 © teikningar Kristín Ragna Gunnarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir Fagleg ráðgjöf: Þóra Kristinsdóttir 1. útgáfa 2003 Menntamálastofnun Kópavogi Útlit og umbrot: Námsgagnstofnun Filmuvinnsla og prentun: Litróf ehf.

1 Bestu vinir – Vaskur er týndur! stamar Stefán. Stína stekkur upp og starir á hann. Vaskur og Gáski eru vinir krakkanna í götunni. – Förum til Óla, segir Stína. Hún er að passa Ástu. Hver er týndur? bestu stamar Stefán Stína stekkur Ástu

2 Hver er dapur? Í bandi – Hvar ætli Vaskur gisti í nótt? stynur Óli og strýkur Gáska. Gáski er mjög dapur. – Hvað gerðist? segir Stína æst. gisti stynur strýkur gerðist Stína æst

3 Hverjir mega ekki strjúka? strjúka – Þegar enginn er heima eru Vaskur og Gáski lokaðir inni, segir Óli. Þeir mega ekki strjúka og fara aldrei út nema í bandi.

4 Hver var horfinn? pósturinn stökk stamar Pósturinn þekkir alla – Þegar ég kom úr skólanum var glugginn galopinn. Gáski stökk á móti mér. En Vaskur var horfinn! stamar Óli.

5 Hvert fór stjúpi Óla? – Fórstu til löggunnar? segir Stína. – Nei, en stjúpi minn fór, segir Óli. Stjúpi minn er póstur og þekkir alla. fórstu stjúpi póstur

iii 6 Hvert fara krakkarnir? Strax Krakkarnir fara strax út að leita. Það eru Stefán, Rósa, Óskar og Dísa og Óli með Gáska. strax Stefán

7 Hver stikar síðust? Síðust stikar Stína með Ástu. Þau fara út og suður, hendast fram og aftur og það tístir í Ástu. síðust stikar Ástu hendast tístir

Hver keyrir strætó? 8 Strætó Þóra í búðinni hefur ekki séð Vask, ekki heldur Skúlína og ekki Stella sem keyrir strætó. strætó Stella

Gústi var uppi í stiga að gera við strompinn. Hann sá Vask hlaupa vestur götuna. Á eftir honum hljóp kona sem var mjög æst. 9 Hver var uppi í stiga? Gústi stiga strompinn vestur æst

10 Hvað var konan með um hálsinn? Leistar – Konan var í gulum leistum með langa festi um hálsinn. Og hárið stóð út í allar áttir, segir Gústi. Hún veifaði kústi og kastaði honum á eftir Vaski. leistar leistum festi stóð Gústi kústi kastaði

11 – Steinunn í ostabúðinni! hrópa stelpurnar. Hún er alltaf með festi! Og alltaf fúl! Hver er alltaf fúl? Steinunn osta-búðinni stelpurnar festi

12 Hver byrjar að gelta? póst-hús strax stað Steinunnar póst-húsið Pósthús Þau leggja strax af stað heim til Steinunnar. Við pósthúsið byrjar Gáski að gelta.

13 Hver rífur í bandið? stökk fast stoppa stara Gáski rífur í bandið og tekur stökk til og frá en Óli heldur fast. Krakkarnir stoppa og stara.

Hvar var Vaskur læstur inni? 14 stafur birtist læstur strönd braust Stafur Skúlína birtist með Vask í bandi. – Vaskur var læstur inni í skúr úti á strönd. Ég heyrði geltið og braust inn, segir hún.

Hvað borða vinirnir hjá Óla? 15 Skúlína er stolt og veifar stafnum sínum. Töfrastafur! Svo borða allir vinirnir pasta í stofunni heima hjá Óla. stolt stafnum töfra-stafur pasta stofunni

16 krakkanna passa nótt þekkir glugginn löggunnar krakkarnir áttir alltaf leggja Lestu og lærðu orðin! gal-opinn osta-búðinni póst-hús töfra-stafur hver hverjir hvað hvar hvert mjög fram hlaupa hljóp hrópa Vaskur Gáski Óskar Skúlína skúr

Til kennara Reynslan hefur sýnt að sum börn þarfnast skipulegrar þjálfunar í að lesa samhljóðasambönd í orðum til að þau nái góðri lestrarleikni. Tilgangur þessarar smábókar er tvíþættur, að vekja lestraráhuga og að þjálfa nemendur í að lesa orð með samhljóðasamböndum. Við gerð hennar er lögð áhersla á að velja orð með st-, str- og strj-. Flest orðin í textanum eru börnunum kunnug og lögð er áhersla á að myndefnið styðji vel við textann. Hér að neðan eru nokkrar ábendingar um notkun. Forspá/umræður. Nemendur og kennari skoða bókina og ræða efni hennar út frá titli, kaflaheitum og myndum. Lögð er áhersla á að nota orðin sem koma fyrir í textanum. Orðaforði. Orð, sem barnið skilur e.t.v. ekki, útskýrð. Dæmi: stama, stara, strjúka, stjúpi, stika, leistar, kústur, út og suður. Fundin samheiti og andheiti. Hljóðgreining. Kennari segir orð, barnið hlustar eftir tilteknu samhljóðasambandi. Hvar er það í orðinu? Æskilegt er að nota fleiri orð en eru í textanum. Orðalestur. Kennari skrifar samhljóðasambandsorðin á lítil spjöld og æfir nemendur í að lesa þau stök. Auðvelda má lesturinn með því að búta orðin í lesbúta. Dæmi: sta-fur. Sum börn þurfa e.t.v. æfingu í að lesa líka önnur orð í textanum, sjá orðakassa á bls. 16. Þar eru m.a. orð með tvöföldum samhljóða, samsett orð og orð með öðrum samhljóðasamböndum, þ. á m. sk-orð sem komin eru í bók 1. Lestur. Sagan lesin. Vakin athygli á spurningunum neðst á hverri síðu sem eru ætlaðar til að skerpa athygli og auka lesskilning. Ritun. Nemandi finnur orð í sögunni sem byrja á st-, str-, strj-, orð með st í og sem enda á st. Venjulega er nóg fyrir barnið að fást við eina opnu bókarinnnar í senn. Orðin skrifar barnið í eigin bók og strikar t.d. undir samhljóðasambandið. Úrvinnsla. Barnið velur st-orð til að myndskreyta, finnur st-orð sem eru ekki í bókinni og skrifar þau, merkir t.d. við sniðugasta orðið, leiðinleg orð, falleg, stutt, löng o.s.frv.

Kristín Steinsdóttir er höfundur efnis. 40295 Teikningar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Smábækur Menntamálastofnunar eru ætlaðar börnum sem eru að læra að lesa. Úti að aka er þriðja bókin af átta þar sem áhersla er lögð á að æfa orð með samhljóðasamböndum. Í þessari bók eru sérstaklega æfð orð með st,str og strj. 2 SAMHLJÓÐASAMBÖND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=