Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 9 Verkefni 3 Að efla sjálfstraust bls. 10–11 Aðföng • Mynd 4 • Verkefni 4 Aðferð Ræðið leiðir hvað við getum gert til að styrkja sjálfsmyndina. Til að styrkja sjálfsmyndina er mikilvægt að rífa sjálfan sig ekki niður og hugsa frekar ,,ég get margt, ég er frábær.“ Einnig má prófa sig áfram og reyna nýja hluti. Með því að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt þá erum við að reyna á okkur. Um leið erum við að styrkja sjálfsmyndina og með því fáum við aukið sjálfstraust. Sjálfstraust er gildið sem þú gefur sjálfum þér sem manneskju. Að þú hafir trú á því að þú getir gert hlutina, að þú hafir val og getir tekið viðeigandi ákvarðanir. Það er allt í lagi að mistakast, munum það, hrósum okkur sjálfum fyrir að prófa eitthvað nýtt en rífum okkur ekki niður ef okkur mistekst. Skoðum mynd 4. Leiðir til að efla sjálfstraust: • Stunda hreyfingu sem við höfum gaman af og trúum að við séum góð í. • Halda dagbók þar sem við skrifum eitt jákvætt um okkur sjálf á hverjum degi.​ • Vera innan um gott og styðjandi fólk​. • Hugsa vel um líkamann með því að borða hollan mat og hreyfa okkur reglulega.​ • Hugsa vel um persónulegt hreinlæti og útlit sem færir okkur vellíðan. Leysið því næst verkefni 4 um leiðir sem við getum tamið okkur til að styrkja sjálfstraustið. Verkefni 4 Hvað hefur áhrif á sjálfsmynd mína? Bls. 12 Aðföng • Verkefni 5 Aðferð Ræðið hvort nýr og dýr sími, flott föt eða að eiga kærasta, kærustu eða kærast séu atriði sem stuðla að því að gera sjálfsmynd þína sterkari til framtíðar. Þessir hlutir gefa þér vellíðan í einhvern tíma en styrkja ekki sjálfsmynd þína varanlega. Fáið nemandann til að ræða myndina og hvaða atriði á myndinni þau telji að geti verið góð leið til að styrkja sjálfmyndina. (Svar: t.d. rækta vináttu og hreyfa sig, hlutir geta gert okkur glöð í smástund en styrkja ekki sjálfsmynd okkar til langs tíma.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=