40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 8 • Hver er ég? • Ég tilheyri öðrum • Ég get margt þó ég geti ekki allt • Hvað finnst mér um mig? • Hvað á ég skilið? • Hvernig hugsa ég um sjálfa/n mig? Verkefni 2 Sterk og veik sjálfsmynd bls. 7–9 Aðföng • Mynd 2 • Mynd 3 • Verkefni 3 Aðferð Við tölum stundum um sterka og veika sjálfsmynd. Skoðið mynd 2. Þau sem eru með sterka sjálfsmynd, hugsa jákvætt um sig, geta sagt nei, láta síður plata sig í einhverja vitleysu og standa með sjálfum sér. • Ég get margt • Ég læt ekki plata mig í einhverja vitleysu • Ég stend með sjálfum mér • Ég get sagt nei • Ég hrósa sjálfum mér • Ég er ánægð með mig eins og ég er Á mynd 3 eru atriði sem einkenna veika sjálfsmynd. Þau sem eru með veika sjálfsmynd hafa tilhneigingu til að rífa sig frekar niður í huganum, standa síður á rétti sínum og leyfa stundum öðrum að ráða yfir sér. • Ég er vonlaus/t • Ég læt stundum plata mig til að gera einhverja vitleysu • Ég kann ekkert, ég get ekkert • Ég á stundum erfitt að standa með sjálfum mér • Ég á erfitt með að segja nei • Ég tala niður til mín • Ég er óánægt/óánægð/ur með mig Leysið verkefni 3 með því að flokka í tvennt hvað það er sem einkennir annars vegar sterka sjálfsmynd og hins vegar veika sjálfsmynd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=