Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 7 1. Sjálfsmynd og sjálfstraust Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag: • Sjálfsmynd og sjálfsöryggi • Sjálfstraust • Sterk og veik sjálfsmynd • Leiðir til að styrkja sjálfstraustið • Samskipti og hegðun • Ákveðni Spurningaleikur bls. 4–5 Aðföng • Verkefni 1 • Verkefni 2 Aðferð Spyrjið nemendur eftirfarandi spurninga hér að neðan: (Fara skal í nokkra hringi svo að allir eigi að minnsta kosti möguleika á að svara tveimur ólíkum spurningum.) Verkefni 1 • Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú velja að vera?​ • Ertu morgun- eða kvöldmanneskja?​ • Ef þú værir ísbragð, hvaða bragð myndir þú vera?​ • Hver er uppáhalds teiknimyndapersóna þín og hvers vegna? • Ef þú gætir heimsótt hvaða stað sem er í heiminum, hvert myndir þú vilja fara og hvers vegna? • Hver er hetjan þín?​ • Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Leysið næst verkefni 2. Vinnið tvö og tvö saman, skráið niður upplýsingarnar fyrir hvort annað og kynnið síðan viðmælanda fyrir hópnum. Verkefni 1 Sjálfsmynd bls. 6 Aðföng • Mynd 1 Aðferð Ræðið eftirfarandi: Sjálfsmyndin er það sem þú ert og hvernig þér líður með sjálfa/n þig. Á unglingsárunum er sjálfsmynd okkar í mótun. Þá vakna spurningar eins og: Hver er ég? Hvernig manneskja vil ég vera? Sjálfsmyndin getur stundum sveiflast upp og niður. Stundum finnst okkur allt vonlaust og við séum ömurleg og stundum erum við mjög ánægð með okkur sjálf. Það er mikilvægt að hugsa jákvætt um sig en ekki rífa sjálfa/n sig niður. Ræðið þessi atriði hér fyrir neðan og hvernig við svörum þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=