Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 6 Annað Ef upp koma atriði sem benda til þess að barnið hafi orðið fyrir einhvers konar áreiti er mikilvægt að koma þeim upplýsingum í ferli samkvæmt verklagsreglum hvers skóla. Þá er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn og/eða umönnunaraðilar séu upplýstir um efnistök fræðslunnar þannig að allir séu meðvitaðir hvaða færni og fræðslu er verið að kenna barninu að ná tökum á hverju sinni. Heimildir Í heimildaskrá má finna heimildir sem hafa veitt undirritaðri innblástur við gerð þessa fræðsluefnis en ekki er vitnað beint í þær við einstaka verkefni eða myndir. Við vonum að þetta efni eigi eftir að nýtast vel í kynfræðslu og félagshæfniþjálfun og um leið stuðla að bættu kynheilbrigði og líðan nemandans í framtíð hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=