Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 50 10. Getnaður og þungun Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Eru einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök sem fjallað verður um í dag • Barneignir • Getnaður • Meðganga • Ófrjósemi • Getnaðarvarnir Verkefni 1 Barneignir bls. 190 Aðföng • Mynd 1 Aðferð Skoðið mynd 1. Spyrjið nemendur hvað það feli í sér að eignast og ala upp barn. Skrifið á töfluna. a) Að eignast barn er stór ákvörðun sem felur í sér mikla ábyrgð og skuldbindingar. b) Þó að við séum kannski líkamlega tilbúin að eignast barn við kynþroskann, jafnvel 12-13 ára, eigum við enn eftir að taka út mikinn þroska, andlega, tilfinningalega og líkamlega. c) Það er góð ákvörðun að bíða með að eignast barn þar til maður verður fullorðinn og getur axlað ábyrgð á að ala upp barn. d) Þá er einnig að mörgu að huga. Við þurfum að geta framfleytt barninu og til þess þurfum við að fá reglulegar tekjur til að geta greitt af húsnæði og fyrir allt það sem barn þarf, eins og fatnað, mat og leikskólagjöld. Þá er mikilvægt að hafa góðan stuðning frá hinu foreldri barnsins og ættingjum því það reynir stundum á að ala upp barn og foreldrar geta orðið þreyttir þegar litil börn vakna upp á nóttunni, eru veik eða pirruð. e) Það er vera val hvort maður vilji eignast barn eða ekki. Sumir kjósa að eignast barn eða börn á meðan aðrir vilja það ekki. Hvort tveggja er eðlilegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=