40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 5 á meðan önnur er það ekki. Mikilvægt er að skólar, frístunda- og vinnustaðir setji sér slíkar reglur til að forðast misskilning og tryggja að öllum finnist þeir vera öruggir og jafnir. Það eru samt undantekningar á þessum reglum, samanber að heilbrigðisstarfsfólk sem er ókunnugt, þarf stundum að fá að skoða fólk í læknisfræðilegum tilgangi, spyrja um persónulegar upplýsingar og fara inn fyrir persónulegt líkamlegt rými. Sumir þurfa persónulega umönnun eins og í tengslum við salernis- og/eða baðferðir og finna þá fyrir að þeirra persónulega rými er skert. Mikilvægt er að ræða að hér er ekki um einhvers konar nánd að ræða heldur er þetta sértækt verkefni sem þarf að klára. Þess vegna er mikilvægt að læra muninn á ólíkum tegundum sambanda, þegar við veltum fyrir okkur mörkum í samskiptum. Við lærum að virða okkar eigin mörk og annarra í samskiptum með því að skilgreina muninn sem tilgreindur er í liðum a-d hér að ofan. Allir eiga skilið virðingu og að finna til öryggis í samfélaginu en það gerum við með því að virða hvert annars mörk í víðu samhengi. Í köflunum hér á eftir er lagður grunnur að því að kenna börnum og ungmennum sem þurfa aðlagað námsefni um líkama sinn, umhverfi, sambönd, snertingu og fleira sem gerir þau betur í stakk búin að takast á við ýmsar áskoranir í athöfnum daglegs lífs. Hvernig á að nota námsefnið Námsefnið spannar 10 kafla, það er tvískipt, annars vegar I.-hluti sem eru þessar kennsluleiðbeiningar og hins vegar II.-hluta sem eru 196 myndir sem fylgja verkefnunum úr I hlutanum. Í I-hlutanum það er kennsluleiðbeiningunum er vísað í blaðsíðutöl verkefnanna í II-hlutanum. Nýta má myndirnar með margvíslegum hætti eins og fram kemur í lýsingu á verkefnunum, til dæmis að plasta þær og/eða nota í flokkunarverkefni. Þá eru sumar myndir töflur sem skrifa má inn á eða eru tengi- og litaverkefni. Í viðauka aftast sem kallast fylgiskjöl má finna verkefnablöð til ljósritunar sem fylgja nokkrum verkefnum. Hvernær eigum við að hefja kennsluna? Það er ekki eftir neinu að bíða og mikilvægt er að byrja kenna og æfa börn strax við 6 ára aldurinn, til dæmis í hverju munurinn felst á einkarými og almannafæri og um líkamsheitin. Byggja síðan smátt og smátt ofan á þessa þekkingu með að kenna þeim sem það geta, sjálfsumsjá og að sinna persónulegu hreinlæti. Læra um ólíkar tegundir snertingar, sambönd og lífshringinn, allt áður en hinn eiginlegi undirbúningur hefst um kynþroskann. Notið réttu orðin yfir líkamsheitin Mikilvægt er að nota rétt hugtök um líkamsheitin, það getur komið í veg fyrir misskilning. Þetta á sérstaklega við um kynfæri og brjóst en notað er yfirheitið einkastaðir líkamans í þessu efni. Stundum notar fólk óviðeigandi orð eða orð sem ekki allir skilja. Þess vegna er mikilvægt að nemandinn læri að nota réttu hugtökin svo að allir skilji. Notið viðburði úr daglegu lífi Vísið í nýliðna atburði eða einhverja sjónvarpsþætti sem nemendur eru að horfa á. Nefna má dæmi eins og í tengslum við ólíkar sambandsgerðir, kynhneigð og fleira sem getur auðveldað skilning á viðfangsefninu enn frekar. Undirbúið nemendur áður en nektar- eða kynferðislegar myndir eru sýndar Með því að sýna mynd af nöktum líkama erum við um leið að óska eftir samþykki nemandans til að skoða myndir sem sýna nekt. Sumum nemendum kann að þykja það óþægilegt að sjá slíkar myndir. Í þeim tilvikum þarf að útskýra að tilgangurinn með að sýna myndina er að útskýra hvaða breytingar kynþroskinn hefur í för með sér. Kennarinn er þá jafnframt að valdefla nemandann þannig að honum finnist að hann hafi eitthvað að segja um hlutina í tengslum við að skoða myndirnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=