40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 49 • Mynd 7 Intersex: Fólk sem er ekki auðveldlega hægt að flokka sem annaðhvort kvenkyns eða karlkyns út frá kyneinkennum (líffræðinni). Þýðir að líkami sumra barna passar ekki inn í skilgreiningar á strákum eða stelpum. • Hán: Sumt kynsegin fólk notar kynhlutlausa fornafnið hán (sem beygist eins og lán) í staðinn fyrir að segja hún eða hann. Sum nota fornafnið hann eða hún, eða jafnvel eitthvað annað. Ef þú veist ekki hvaða fornafn á að nota um einhvern er alltaf best að spyrja. Engin ein leið er rétt eða röng og mikilvægt er að virða val hvers og eins. Við eigum öll rétt á að vera eins og við viljum án þess að annað fólk sé að blanda sér í það. Verkefni 3 Kynhyrningurinn bls. 188 Aðföng • Mynd 8 Aðferð Ræðið og sýnið mynd 8, kynhyrninginn sem hjálpar okkur við að kortleggja kyntjáningu, kynvitund, kyneinkenni og kynhneigð okkar. Við erum alls konar. Þegar við skoðum kynhyrninginn erum við ekki að tikka í ákveðin box og erum föst þar. Við notum frekar örvar eða skala frá 1–10. Við getum verið að upplifa hlutina ólíkt og missterkt um það hver við erum og hvernig við löðumst að öðru fólki með ólíkum hætti. Útskýrið: • Kyntjáning er hvernig við tjáum kyn okkar út á við, þ.e. hvernig við klæðumst, greiðum okkur og notum röddina og beitum líkamanum. Það er oft talað um að fólk geti verið kvenlegt eða karlmannlegt og er þá átt við kyntjáningu þeirra en hægt er að vera með alls konar kyntjáningu, óháð kyni okkar. • Kynhneigð er stundum skipt í tvennt: annars vegar er talað um að laðast líkamlega að einhverjum, hins vegar að laðast tilfinningalega að einhverjum. Stundum er það svo að fólk getur hugsað sér að vera í rómantísku eða tilfinningalega sambandi við annað fólk en getur ekki hugsað sér kynferðislegt samband (og er e.t.v. eikynhneigt). Stundum er það svo að fólk getur hugsað sér kynferðislegt samband við konu eða karl en gæti bara hugsað sér tilfinningalegt samband með karli. En margir laðast bæði líkamlega og tilfinningalega að sömu manneskjunni. • Kynvitund felst í hvernig fólk upplifir kyn sitt. Sjálfsmynd þín gerir þig að því sem þú ert og hvaða upplifun þú hefur af þér sem einstaklingi. Sumt fólk upplifir sig vera stelpa, sumt fólk upplifir sig sem strák og sumt upplifir sig vera hvorki stelpa eða strákur, þá er það kynsegin eða stálp. Finnst þér þú vera stelpa, strákur eða stálp? • Kyneinkenni/Kyni úthlutað við fæðingu: Kyneinkenni eru kynfæri, æxlunarfæri, hormónastarfsemi og litningar, í raun allt það sem er notað til að flokka okkur kven- eða karlkyns út frá líffræðinni. Þegar við fæðumst er oftast tilkynnt um kyn okkar, að fæddur sé strákur eða stelpa og er þá horft til kyneinkenna okkar (kynfæra). Í sumum tilfellum þegar barn fæðist er ekki augljóst hvort það sé stelpa eða strákur út frá líkamanum (kyneinkennunum), þá gæti það verið intersex. • Ef manneskja upplifir kynvitund sína í samræmi við úthlutað kyn (það sem er tilkynnt við fæðingu) þá er hún sís. Ef hún hins vegar upplifir kynvitund sína með öðrum hætti, þá er hún trans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=