Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 48 9. Kynhneigð Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Kynhneigð • Kynhyrningurinn Verkefni 1 Við erum allskonar bls. 180 Aðföng • Mynd 1 Aðferð Ræðið hvað kynhneigð felur í sér en það felst i því hvernig við verðum hrifin eða ekki hrifin af öðru fólki. Kynhneigð lýsir: Tilfinningalegum og kynferðislegum og/eða rómantískum tilfinningum gagnvart einhverjum öðrum. Sum verða til dæmis hrifin af fólki af öðru kyni, aðrir af sama kyni og þeir sjálfir eða af strákum og stelpum og stálpum. Það eru til margar skilgreiningar á kynhneigð fólks. Við höfum öll rétt til að tjá og ákveða kyn okkar út frá kynvitund, það kallast kynrænt sjálfræði. Skoðið mynd 1. Verkefni 2 Skilgreiningar á kynjum bls. 181–187 Aðföng • Myndir 2–7 Aðferð Skoðið myndir 2–10 út frá neðan greindum skilgreiningum: • Mynd 2: Gagnkynhneigð: Að laðast að fólki af gagnstæðu kyni. Sís er lýsingarorð og forskeyti sem er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. • Mynd 3: Samkynhneigð: Að laðast að manneskju af sama kyni. Hommar eru karlar sem laðast að körlum. Lesbíur eru konur sem laðast að konum. • Mynd 4 Tvíkynhneigð: Að laðast að tveimur eða fleiri kynjum, t.d. konum og körlum og kynsegin fólk. • Mynd 5 Pankynhneigð: Manneskja sem hrífst af fólki af öllum kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir hrífist jafn mikið af öllu fólki • Mynd 6a og 6b Trans: Það er regnhlífarheiti yfir fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=