Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 47 Verkefni 8 Hreinlæti og sjálfsfróun bls. 174 Aðföng • Mynd 13 • Verkefni 1 Aðferð Ræðið að það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga í tengslum við sjálfsfróun. a) Hreinlæti • Við þurfum að þvo hendur með sápu eftir sjálfsfróun. • Þurrka sæði af með pappír og henda í ruslatunnu/klósett. • Fara í sturtu/bað að minnsta kost annan hvern dag. • Skipta um rúmföt reglulega. b) Hvar og hvenær má stunda sjálfsfróun? • Hvar: Í einkarými. Við þurfum að vera í einkarými og hafa dyr lokaðar og jafnvel hafa gluggatjöld dregin fyrir. • Hvenær: Við þurfum að hafa gott næði þar sem enginn truflar. Leysið næst verkefni 1 Hvar má stunda sjálfsfróun með því að strika undir mynd/ myndir eða notið táknmyndir í viðauka sem sýna hvað er í lagi og ekki í lagi til að leggja yfir myndirnar. Annað efni: Sjálfsfróun stráka Verkefni 9 Sameiginlegt og ólíkt hjá öllum kynjum bls. 176 Aðföng • Mynd 14 Aðferð Skoðið mynd og fáið nemandann til að setja orðin á rétta staði inn í hringina, þ.e. hvað á eingöngu við um stelpur/ stálp og eingöngu um stráka/stálp. Það sem er sameiginlegt hjá öllum kynjum fer inn í hringinn í miðjunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=