40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 46 Verkefni 5 Hart og lint typpi bls. 169–171 Aðföng • Mynd 8 • Mynd 9 • Mynd 10 • Tvær glerkrukkur, önnur með eplasafa og hin með hárnæringu Aðferð Þegar typpið er lint getur bara komið þvag úr því, sjá mynd 8. Á mynd 9 má sjá hart typpi en þá getur komið sæði út úr því þegar það er nuddað fram og aftur. Sæðisfrumur og þvag geta aldrei komist út úr typpinu á sama tíma, sjá mynd 10. Útskýrið að þvag og sæði er alls ekki það sama, skoðið vökvana sem eru í glerkrukkunum til að útskýra þennan mun. Annað efni: Alls kyns um kynþroskann Kynþroskinn: Stuttir norskir þættir um kynþroska. Hárvöxtur, raddbreytingar, bólur og blæðingar. Kynþroski Hreinlæti og typpi Verkefni 6 Kynferðislegar tilfinningar/kynhvöt bls. 172 Aðferð • Mynd 11 Aðföng Ræðið að þegar við verðum kynþroska finna flestir fyrir kynferðislegum tilfinningum og hugsunum. Þessar hugsanir geta gert vart við sig hvenær sem er, til dæmis þegar verið er að horfa á þátt eða tónlist í sjónvarpinu eða lesa bók. Einnig með ímyndunaraflinu þannig að þér finnist að einhver sé að snerta þig eða þig langi til að strjúka, snerta og kyssa einhvern ákveðinn aðila. Eða að þú sért að hugsa um einhvern sem þér líst vel og langar til að snerta eða láta viðkomandi snerta þig. Sjá mynd 11. Verkefni 7 Sjálfsfróun í einkarými bls. 173 Aðföng • Mynd 12 Aðferð Sjálfsfróun er það nefnt þegar einstaklingur snertir eigin kynfæri og nuddar þau með þeim hætti að honum finnist það gott. Fólk stundar sjálfsfróun af því að því finnst það gott, er forvitið og vill læra inn á líkama sinn. Það er líka leið til að slaka á og fá kynferðislega útrás. Sjálfsfróun á eingöngu að stunda í einkarými þar sem dyr eru lokaðar og dregin fyrir gluggatjöld ef hætta er á að aðrir geti séð inn um gluggann. Stundum endar sjálfsfróun með fullnægingu sem er sterk og góð tilfinning sem fer um allan líkamann. Sjá mynd 12.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=