Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 45 Verkefni 2 Standpína og blautur draumur bls. 166 Aðföng • Mynd 5 Aðferð Útskýrið að við kynþroskann verður typpið stundum hart og stendur upp í loftið, eins og komið sé bein inn í það. Sjá mynd 5. Það er eðlilegt. Það gerist þegar viðkomandi fær kynferðislegar hugsanir eða þarf að pissa. Ekki er alltaf sérstök ástæða fyrir því að það verður hart. Stundum verður sáðlát þegar typpið er hart eða á meðan fólk er sofandi; það er þunnur hvítleitur vökvi. Verkefni 3 Blautur draumur bls. 167 Aðföng • Mynd 6 Aðferð Ræðið að margir upplifa blauta drauma á kynþroskatímanum í svefni en þá kemur sæði út úr typpinu og það verður smá bleyta í nærbuxum/náttbuxum. Sjá mynd 6. Skoðið myndir í sögunni Allt um stráka sem fjallar m.a. um blauta drauma Verkefni 4 Standur/standpína og stærð typpa bls. 168 Aðföng • Mynd 7 Aðferð Stundum fá þau sem eru með typpi stand eða holdris, einnig kallað standpína. Standpína getur komið mjög óvænt til dæmis þegar viðkomandi er innan um annað fólk, í búningsklefa, í sundi eða bara hvar sem er. Sjá mynd 7. Ræðið hvað hægt er að gera ef einhver fær stand innan um annað fólk. • Í búningsklefanum er hægt að setjast niður og setja handklæðið fyrir og bíða þangað til aðrir eru farnir og fara þá í sturtu. • Setja eitthvað fyrir, t.d. úlpuna, peysu, skólatöskuna. • Gott er að reyna að dreifa huganum, að hugsa um eitthvað allt annað. • Fara má inn á snyrtingu til að vera í næði meðan standpínan stendur yfir. Stærð typpa er einstaklingsbundin. Flest typpi eru 7-10 cm í slökun en 10 til 18 cm þegar mönnum stendur. Lögun og litur typpa er einnig mismunandi. Sumir hafa áhyggjur af stærð typpisins eða lögun þess. Þessar vangaveltur eru skiljanlegar en í flestum tilvikum alveg ástæðulausar. Typpið er oftast komið í sína eðlilegu stærð við 18 ára aldur. Annað efni: Allt um strákar/stálp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=