Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 44 III. hluti. Strákar og þau sem fengu úthlutað karlkyni við fæðingu Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Kynþroski – strákar/stálp • Standpína og blautir draumar • Hreinlæti • Kynferðislegar tilfinningar Verkefni 1 Helstu breytingar bls. 162–165 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 • Mynd 3 • Mynd 4 Aðferð Strákar/stálp lengjast og þyngjast, sjá mynd 1. Skegg: Hár byrjar fyrst að vaxa fyrir ofan efri vör. Það er mismunandi hvað þessi hárvöxtur er mikill en hann þéttist og verður meiri við rakstur. Það þarf að raka sig ef ekki á að safna skeggi. Ef fólk vill safna skeggi þarf samt að hirða vel um það og snyrta það og þvo. Sjá mynd 2. Bringuhár: Sum/ir stálp/strákar fá bringuhár. Það byrjar oft að vaxa talsvert síðar en annað hár á líkamanum og þá í mismiklum mæli. Hjá mörgum kemur líka hár á handleggi og fótleggi. Sjá mynd 3. Mútur: Röddin breytist vegna þess að barkinn á hálsinum þykkist. Yfirleitt stendur þetta yfir í nokkra mánuði á meðan líkaminn er að venjast því að hafa stóran barka og þykk og löng raddbönd. Röddin verður ýmist skræk, rám eða djúp þegar verið er að tala við einhvern. Mörgum finnst þetta vandræðalegt en hægt er að hugga sig við það að þetta er alveg eðlilegt. Pungur og eistu: Í pungnum eru tvær kúlur sem kallast eistu. Við kynþroskann byrjar sæðisframleiðsla í eistunum. Sæðisfrumur eru agnarsmáar og óteljandi, þær sjást ekki með berum augum en skoða má þær í gegnum smásjá, sjá mynd 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=