40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 43 Verkefni 9 Sjálfsfróun í einkarými bls. 157 Aðföng • Mynd 14 Aðferð Sjálfsfróun er það nefnt þegar einstaklingur snertir eigin kynfæri og nuddar þau með þeim hætti að honum finnist það gott. Fólk stundar sjálfsfróun af því að því finnst það gott, er forvitið og vill læra inn á líkama sinn. Það er líka leið til að slaka á og fá kynferðislega útrás. Sjálfsfróun á eingöngu að stunda í einkarými þar sem dyr eru lokaðar og dregið er fyrir gluggatjöld ef hætta er á að aðrir geti séð inn um gluggann. Stundum endar sjálfsfróun með fullnægingu sem er sterk og góð tilfinning sem fer um allan líkamann. Verkefni 10 Hreinlæti og sjálfsfróun bls. 158–159 Aðföng • Mynd 15 • Verkefni 2 Aðferð Ræðið að það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga í tengslum við sjálfsfróun. a) Hreinlæti • Við þurfum að þvo hendur með sápu eftir sjálfsfróun. • Þurrka af píku með pappír. • Fara í sturtu/bað að minnsta kost annan hvern dag. • Skipta um rúmföt reglulega. b) Hvar og hvenær má stunda sjálfsfróun? • Hvar: Í einkarými. Við þurfum að vera í einkarými og hafa dyr lokaðar og jafnvel hafa gluggatjöld dregin fyrir. • Hvenær: Við þurfum að hafa gott næði þar sem enginn truflar. Leysið næst verkefni 2: Hvar má stunda sjálfsfróun með því að strika undir mynd/myndir eða nota táknmyndirnar í lagi og ekki í lagi til að leggja yfir viðeigandi myndir. Annað efni: Sjálfsfróun stelpur/stálp
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=