Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 42 Spurningar til kanna skilning 1. Verða allar litlar stelpur/stálp/unglingar? 2. Muntu fá hár á kynfærin og munu brjóstin stækka? 3. Hvern getur þú talað við um hvað gerist í líkamanum þegar hann stækkar? 4. Verður sárt þegar blóð kemur frá leggöngunum? 5. Hvað kallast blóðið sem kemur frá leggöngunum? 6. Hversu marga daga mun blóðið koma út um leggöngin á þér? 7. Á meðan blæðingum stendur, er mikilvægt að fara í sturtu/bað á hverjum degi til að halda líkama þínum hreinum? 8. Á meðan blæðingum stendur, hvað þarft þú að nota í nærbuxurnar þínar til að halda þeim hreinum? 9. Þarftu að rífa blaðræmuna af sem er á límhluta bindisins? 10. Hversu oft þarftu að skipta um bindi á meðan blæðingar standa yfir? 11. Hvað vefur þú utan um notað bindi áður en þú hendir því í ruslið? 12. Þarft þú að setja hreint bindi í nærbuxurnar þegar skipt er um óhreint bindi? 13. Hjálpar dömubindi þér til að halda þér og nærfötunum þínum hreinum? 14. Þarftu að nota dömubindi þegar þú ert ekki á blæðingum? 15. Hvar muntu geyma auka dömubindi þegar þú ert í skólanum? Annað efni: Alls kyns um kynþroskann Allt um stelpur/stálp Kynþroskinn: Stuttir norskir þættir um kynþroska. Hárvöxtur, raddbreytingar, bólur og blæðingar. Kynþroski Hreinlæti píka Verkefni 8 Kynferðislegar tilfinningar/kynhvöt bls. 156 Aðföng • Mynd 13 Aðferð Ræðið að þegar við verðum kynþroska finna flestir fyrir kynferðislegum tilfinningum og hugsunum. Þessar hugsanir geta gert vart við sig hvenær sem er, til dæmis þegar verið er að horfa á þátt eða tónlist í sjónvarpinu eða lesa bók. Einnig með ímyndunaraflinu, til dæmis þannig að þér finnist að einhver sé að snerta þig eða þig langi til að strjúka, snerta og kyssa einhvern ákveðinn aðila. Eða að þú sért að hugsa um einhvern sem þér líst vel á og langi til að snerta eða láta viðkomandi snerta þig. Sjá mynd 13.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=