Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 41 Félagshæfnisögur Hér koma tvær félagshæfnisögur sem hægt er að lesa með nemandanum og skreyta með myndum t.d. úr heftinu frá Ás styrktarfélagi um blæðingar: Að vaxa úr grasi Ég heiti Ella. Ég fæddist stelpa. Ég var einu sinni lítil en nú er ég að verða stór stelpa. Allar litlar stelpur verða stórar stelpur. Stórar stelpur verða unglingar og unglingar verða að ungum konum. Líkami minn er að breytast. Líkami minn er að vaxa og breytast. Hár fara að vaxa undir höndunum og á píkunni. Fljótlega fara brjóstin að stækka á bringunni á mér og ég mun þurfa að nota brjóstahaldara. Það er allt í lagi. Ég er vaxa! Húðin á mér er líka að breytast. Ég þarf að þvo mér í framan til að hjálpa til við að halda mér hreinni. Það er allt í lagi! Allar stelpur fara í gegnum þessar breytingar þegar þær stækka. Ef ég hef spurningar um hvað er að gerast í líkamanum mínum get ég spurt foreldra mína. Fljótlega mun ég byrja á blæðingum eins og eins og allar aðrar stelpur gera. Blæðingar Þegar ég fer á blæðingar mun blóð koma niður leggöngin á mér. Ég verð kannski hrædd fyrst þegar blóðið kemur niður leggöngin. En ég mun ekki meiða mig eða vera veik þegar blóðið kemur niður leggöngin. Blóðið sem kemur niður leggöngin er kallað blæðingar. Allar stelpur/stálp, mömmur og fullorðnar konur fara á blæðingar. Blæðingar eiga sér oftast stað í hverjum mánuði. Blóð mun koma niður leggöngin 5 til 7 daga og svo hættir að blæða. Á þessu tímabili þarf ég að passa vel upp á hreinlæti. Blóð getur farið í nærbuxurnar mínar og getur líka farið í buxurnar. Að nota dömubindi/ innlegg í nærbuxur mun hjálpa mér að halda mér og fötunum hreinum. Á meðan ég er á blæðingum, mun ég nota dömubindi/innlegg í nærbuxurnar mínar og blóðið frá leggöngum sem er inni í píkunni mun fara í dömubindið/innleggið. Rétt eða rangt Lesið upp þessar fullyrðingar eða setjið til dæmis upp í Kahot 1. Ég mun fá blæðingar í hverjum mánuði og það mun renna niður blóð frá leggöngunum mínum niður á milli fótanna á mér. Það er í góðu lagi 2. Það er allt í lagi að það komi blóð því að ég er orðin stór stelpa núna. Blóðið mun ekki meiða mig. Ég mun verða kona, eins og mamma mín. 3. Blóðið kallast blæðingar, eða líka að fara túr. Blóðið óhreinkar. Ég þarf að nota dömubindi í nærbuxurnar mínar þegar blóðið kemur til að nærbuxurnar mínar verða ekki óhreinar. 4. Þegar það eru blæðingar, er gott að skipta um dömubindi í buxunum sínum á 2 tíma fresti. 5. Ég get spurt mömmu, kennarann minn eða hjúkrunarfræðinginn ef ef mig vantar bindi. 6. Ég þvæ mér alltaf um hendurnar eftir að ég er búin að skipta um dömubindi. 7. Notað dömubindi á ekki að henda klósettið heldur í ruslið. Ég geng frá dömubindinu með því að rúlla þeim upp og setja klósettpappír yfir eða umbúðirnar sem hreina dömubindið var í. Þá sést ekki það sem er í bindinu. 8. Ég mun nota dömubindi þegar ég fer á blæðingar. 9. Blæðingar koma í hverjum mánuði í nokkra daga í senn oftast í 4–7 daga og stoppa síðan. 10. Magnið sem kemur í einu yfir daginn af blóði samsvarar að meðaltal 2–3 msk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=