40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 40 Verkefni 5 Hreinlæti og blæðingar bls. 152 Aðföng • Mynd 10 Aðferð Ræðið mikilvægi hreinlætis á meðan blæðingar standa yfir. Best er að fara í sturtu á hverjum degi og gæta þess að skipta reglulega um bindi eða annað sem notað er til að taka við blóðinu. Ræðið að þó svo að það blæði lítið þarf samt að skipta um dömubindi reglulega að minnsta kosti á þriggja til fjögurra tíma fresti. Sýnið mynd 10 og ræðið að það geti verið gott að nota sjónrænt skipulag eða ákveðna reglu til viðmiðunar hvenær best sé að skipta um bindi. Einhverja dagar gæti maður samt þurft að gera það oftar ef það blæðir mikið eða aðeins sjaldnar ef það blæðir lítið. Þá getur líka verið gott að nota töfluna og merkja inn á hana hvenær á að skipta um bindi. Taflan hjálpar einnig við að veita yfirsýn yfir hvað blæðingarnar standa lengi yfir. Verkefni 6 Við hverja tölum við um blæðingar? Bls. 153–154 Aðföng • Mynd 11 • Verkefni 1 Aðferð Ræðið við hverja best er að tala við um blæðingar. Við ræðum ekki um blæðingar við þá sem við þekkjum lítið, sjá mynd 11 og rifjið upp sambandshringinn. Við ræðum eingöngu um blæðingar við fólk sem við þekkjum og/ eða treystum. Blæðingar eru persónulegar og eitthvað sem allir þurfa ekki endilega að vita um. Ræðið og leysið verkefni 1 með því að merkja við aðila sem er í lagi að tala við um blæðingar og setjið X yfir þá sem við ræðum ekki við um blæðingar. (Athugið að drengur á mynd gæti verið góður vinur.) Verkefni 7 Hvenær er von á blæðingum? Bls. 155 Aðföng • Mynd 12 Aðferð Það er gagnlegt að læra leiðir til að reikna út hvenær blæðingar byrja með því að skoða til dæmis dagatal og merkja inn á það, sjá mynd 12 eða nota smáforrit í símanum sem reiknar út hvenær blæðingar byrja, finna má fjölmörg slík forrit á Google play. Ræðið og leysið eftirfarandi verkefni: • Hvernær er líklegt að ég byrji á blæðingum í mánuðinum? • Hvernig er það reiknað út? • Hversu oft þarf að skipta um dömubindi? • Hvar fást bindi? • Hvernig velur maður bindi, þunn breið og svo framvegis? • Hvernig er gengið frá bindi í ruslið? Ræðið einnig að stundum eru blæðingar óreglulegar og það getur liðið langt á milli þeirra, þetta er ekki óalgengt á fyrstu árunum eftir að þær byrja og ekkert óeðlilegt. Fólk/stelpur geta aldrei orðið óléttar nema að sæði nái að frjóva eggið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=