Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 39 Verkefni 3 Blæðingar og fyrirtíðarspenna bls. 148–150 Aðföng • Mynd 6 • Mynd 7 • Bæklingur um blæðingar frá Ási styrktarfélagi • Hedy kennsluvefur kaflar 2 og 3. Aðferð Ræðið: Algengast er að blæðingar komi einu sinni í mánuði og standi yfir í um það bil 4–7 daga. Fyrstu og síðustu dagana kemur lítið blóð en aðeins meira kannski á þriðja til fimmta degi. Það kemur sjaldan mikið blóð, kannski í kringum fjórar til sex matskeiðar samanlagt yfir alla þessa daga sem blæðingar standa yfir. Blæðingarnar geta verið mismunandi hvað varðar þykkt og áferð. Stundum eru þær ljósrauðar en verða síðan dekkri þegar líður á og jafnvel brúnaleitar rétt áður en þeim lýkur. Sjá mynd 6. Á ofangreindri vefslóð eða í bæklingi frá Ási styrktarfélagi má skoða ýmsar aðferðir við að setja dömubindi á réttan stað og hvernig best sé að ganga frá þeim eftir notkun. Blæðingar eru alveg eðlilegar og þeim fylgir sjaldan sársauki en stundum fær fólk fyrirtíðaspennu einhverjum dögum áður en þær hefjast en þessi óþægindi hverfa þegar blæðingar byrja. Skoðið mynd 7 sem sýna helstu einkenni fyrirtíðaspennu. • Eymsli í brjóstum • Skapsveiflur • Pirringur/athyglisbrestur • Aukin matarslyst • Verkur/krampi í bak og/eða maga • Bólur Stundum koma óþægindi á meðan blæðingar standa yfir. Sumar/sum finna fyrir miklum óþægindum á meðan aðrar/önnur finna fyrir litlum eða engum óþægindum. Oft felast þessi óþægindi í verkjum í baki eða maga, sjá mynd 7. Það er ýmislegt hægt að gera til að lina þessi verki. Ræddu við foreldra þína/aðila sem þú treystir og/ eða lækni eða hjúkrunarfræðing ef þessi óþægindi eru að há þér. Skoðið mynd 8. Verkefni 4 Tíðarvörur bls. 151 Aðföng • Sýnishorn af þunnum og þykkum bindum, túrnærbuxum, túrtöppum og álfabikar • Mynd 9 Aðferð Ræðið að við þurfum að nota dömubindi, túrtappa, bikar eða sérstakar nærbuxur sem taka við blóðinu þegar við erum á blæðingum, annars geti blóðið farið í fötin. Mikilvægt er að hver og ein manneskja finni út hvað hentar best en það getur verið mismunandi hvað hæfir hverjum og einum. Styðjist helst við raunveruleg sýnishorn ef það er mögulegt. Útskýrið að það eru til mismunandi gerðir af bindum, við veljum bindi í samræmi við hvað blæðir mikið á hverjum tíma. Yfirleitt eru notuð þynnri bindi við upphaf og lok blæðinga, þykkari bindi á næturnar og á miðju blæðingatímabilinu. Einnig er hægt að skoða myndbönd af túrnærbuxum á netinu hvernig þær virka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=