40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 38 II. hluti. Stelpur og þau sem fengu úthlutað kvenkyni við fæðingu Verkefni 1 Helstu breytingar bls. 142–144 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 Aðferð Ræðið eftirfarandi: • Stelpur/stálp stækka og lengjast, mjaðmirnar breikka, skoðið mynd 1. • Brjóst: Það eru kirtlar á bak við geirvörturnar. Þessir kirtlar byrja að stækka þegar kynþroski hefst og stækka og verða að brjóstum. Sum eru með lítil brjóst á meðan aðrar eru með stór brjóst, hvort tveggja er eðlilegt. Stundum er annað brjóstið stærra en hitt, það er líka eðlilegt. Sumir kjósa að nota brjóstahaldara til þess að styðja við brjóstin. Það tekur nokkur ár fyrir brjóstin að vaxa, sjá mynd 2. Verkefni 2 Blæðingar bls. 145–147 Aðföng • Mynd 3 • Mynd 4 • Mynd 5 Aðferð • Við fæðingu er fullt af agnarsmáum eggjum inni í eggjastokkunum í leginu, sjá mynd 3. • Á mynd 4 sést hvernig leg breytist yfir mánuðinn þegar kynþroski hefst og blæðingar byrja. Blæðingar koma einu sinni í mánuði og standa yfir í 4-7 daga en það er aðeins misjafnt hvað þær standa lengi yfir. Með blæðingunum hefur legið losað sig við eggið og ferlið byrjar upp á nýtt. Þetta er hringur sem endurtekur sig í hverjum mánuði og er kallað tíðahringur. Blæðingar geta líka kallast að vera á túr. Ef manneskja verður ólétt hætta blæðingarnar á meðan barnið er að vaxa í leginu en barnið er 9 mánuði að vaxa. Blæðingar hefjast aftur eftir fæðingu barnsins. • Dagur 1–5 Slímhúðin losnar frá leginu og verður að blæðingum. • Dagur 6–13 Slímhúð legsins þykknar til að gera sig tilbúna til að taka á móti eggi. • Eggið byrjar að þroskast á degi 12. Á þessu tímabili byrja egg sem eru inni í eggjastokkunum að losna og ferðast yfir í eggjaleiðarann. • Dagur 14 Egglos verður einu sinni í mánuði. Þá hefur egg losnað úr eggjastokknum og farið yfir í eggjaleiðarann. Það þýðir að manneskjan er frjó og getur orðið ólétt en aðeins ef sæði nær að hitta eggið (frjóvga það en fjallað verður um það síðar). • Dagur 15–28 Eftir egglos byrjar slímhúðin í í leginu að þykkna smátt og smátt. Þegar eggið hefur ekki fjóvgast byrjar það að ferðast um eggjaleiðarann niður í legið sem endar með að legið losar sig við eggið með blæðingum. • Skoðið mynd 5 af tíðahringnum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=