40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 36 Aðferð Spyrjið nemandann/nemendur um eftirfarandi: 1. Hvað er kynþroski? 2. Hvenær byrjar kynþroski (oftast á tímabilinu 10–17 ára en algengast á aldrinum 12–14 ára). Skrifið á töfluna svörin sem koma frá nemanda/nemendum. Farið síðan í gegnum eftirfarandi atriði: • Við kynþroska verða miklar breytingar bæði andlega og á líkamanum. Við breytumst úr barni í ungling og síðan í fullvaxta fullorðinn einstakling, sjá mynd 1. Skoðið mynd 2 og 3 af börnum sem eru 9, 14 og 18 ára. Það tekur nokkur ár fyrir líkamann að stækka og breytast. Spyrjið hver eru ekki orðin kynþroska. Fáið nemandann til að rökstyðja svar sitt hvernig hann getur séð það. Skoðið mynd 4 og ræðið að við erum líka að þroskast andlega og tilfinningalega á þessu árum og spyrjum okkur spurninga og veltum fyrir okkur hver við erum. Verkefni 2 Líkamlegar breytingar – það sem sést bls. 129–133 Aðföng • Mynd 5–6 Hár • Mynd 7 Bólur • Mynd 8 Svitalykt Aðferð Við kynþroska eiga margar líkamlegar breytingar sér stað. Skoðum það sem sést á líkama okkar: • Það byrja að vaxa hár á líkamanum, hárin byrja að vaxa undir höndum og á kynfærum og sum fá hár á fætur, sjá mynd 5 af hárvexti undir höndum og síðan mynd 5 og 6a og 6b af hárvexti á kynfærum. • Húðin breytist, hún verður feitari og stundum byrja að koma fílapenslar og bólur, þessar bólur eru oft kallaðar unglingabólur. Sum/ar/ir fá nokkrar bólur eða engar bólur á meðan aðrir fá kannski helling af bólum. Ef maður fær mikið af bólum getur verið gott að fá ráðleggingar um hvað sé gott að bera á húðina, sjá mynd 7. • Lyktin af okkur breytist við kynþroskann, við byrjum að svitna og það kemur svitalykt í handakrikana þar sem hárin vaxa. Svitalyktin getur byrjað að koma aðeins áður en hárið byrjar að vaxa. Það er mikilvægt að þvo sér vel undir höndum með sápu þegar farið er í sturtu eða bað. Þá getur verið gott að nota svitalyktareyði á eftir til að koma í veg fyrir svitalyktina. Sumir kjósa að raka hárið undir höndunum sjá mynd 8. Verkefni 3 Hver á hvað? Bls. 133–141 Aðföng • Verkefni 1a og 1b Aðferð Fáið nemanda/nemendur til að vinna verkefni 1a og 1b með því að tengja píku, brjóst, rass og typpi á rétta staði líkamans, það er fólk sem er kynþroska og hins vegar ekki orðið kynþroska.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=