Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 35 8. Kynþroski Við kynþroska verður ákveðinn þroski í líkamanum en þá er hann að breytast úr líkama barns í líkama fullorðins einstaklings. Það tekur nokkur ár fyrir líkamann að breytast, það gerist ekki bara á einni nóttu eða einni viku, oftast tekur það nokkur ár. Við getum verið að stækka um marga sentimetra á ári á þessu skeiði. Algengast er að krakkar byrji í kynþroska á tímabilinu 11–13 ára. Sumir byrja fyrr og aðrir seinna, hvort tveggja er eðlilegt. Við kynþroskann verða til kynhormón sem byrja að senda skilaboð til líkamans um að kominn sé tími á breytingar. Líkaminn stækkar og breytist. Við kynþroska eiga margar líkamlegar breytingar sér stað og einnig tilfinningalegar. Sumar þessara breytinga sjást á meðan aðrar sjást ekki. Kynþroskaárin geta stundum reynst erfið, það reynir á okkur að hætta að vera barn og breytast í ungling með fullt af nýjum tilfinningum. Þess vegna er stundum talað um kynþroskaárin sem gelgjuskeið, að unglingar séu með unglingaveikina. Sjálfsmynd okkar er einnig í mótun á unglingsárunum. Flest fáum við ný áhugamál, tónlistarsmekkur og fatastíll breytist. Við viljum vera meira með vinum og minna með foreldrum okkar. Oft eignumst við nýja vini á þessu aldursskeiði og ástarmálin fara stundum að skipa stóran sess í lífi okkar. Við verðum mörg hver oft skotin og sum byrja á föstu. Þá þurfum við að bera meiri ábyrgð á hegðun okkar og eigin hreinlæti. Hjá mörgum láta kynferðislegar tilfinningar, kynhvötin á sér kræla og nýjar tilfinningar vakna sem tengjast þessum þroska og kallar á breytta hegðun sem við þurfum að læra inn á. Þá velta sum fyrir sér hvort þau eru skotin í stelpum, strákum, stálpum eða öllum kynjum. Kaflinn hér á eftir verður þrískiptur. Í fyrsta hluta verður farið yfir helstu breytingar sem eru sameiginlegar hjá öllum kynjum á líkömum okkar og líðan þegar við förum í gegnum kynþroskann. Ólíkir líkamar upplifa hins vegar ólíka hluti og fjallar annar hluti um þær breytingar sem einkenna stelpur og þeim sem hefur verið úthlutað kvenkyni við fæðingu eins og blæðingar. Í þriðja hluta er fjallað um breytingar sem eru einkennandi fyrir stráka og þá sem hefur verið úthlutað karlkyni við fæðingu, dæmi um þessar breytingar eru standpína og blautir draumar. I. hluti. Það sem er sameiginlegt hjá öllum kynjum Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Kynþroski hjá öllum kynjum • Hreinlæti • Kynferðislegar tilfinningar Verkefni 1 Kynþroski bls. 125–128 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2–3 • Mynd 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=