Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 34 Verkefni 3 Tímalínan mín bls. 120–121 Aðföng • Verkefni 1 • Verkefni 2 Aðferð Biðjið nemandann um að koma með mynd af sér nýfæddum, tveggja, fimm og átta ára og mynd af sér eins og viðkomandi lítur út í dag. Ræðið einnig hvað mun breytast við 18 ára aldurinn. (Við verðum sjálfráða og fáum kosningarrétt.) Hvernig þau sjá fyrir sér að líf sitt verði þegar þau verða t.d. 25 ára, 50 ára, 70 ára. Fáið síðan nemendur til að leysa verkefni 1 og 2 og þau sem vilja, kynna fyrir hópnum. Verkefni 4 Hvað tilheyrir aldursflokknum? Bls. 122 Aðföng • Verkefni 3 Aðferð Fáið nemendur til að velja mynd og setja hana á réttan stað, samanber að pelinn á heima undir fyrsta dálki sem er ungabarn og svo framvegis, einnig má klippa út litlu myndirnar og plasta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=