40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 33 7. Lífshringurinn Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Hvernig við stækkum og breytumst • Lífshringinn okkar Verkefni 1 Við stækkum og breytumst bls. 114–118 Aðföng • Dúkkur á mismundi aldri (eign RGR hægt að fá að láni) • Mynd 1–5 Aðferð Sýnið mynd 1 og 2 af fólki á ólíkum aldri og ræðið hvernig við erum stöðugt að breytast frá því við fæðumst, við eldumst og verðum gömul. Skoðum einnig hvernig líkamar breytast á mynd 3 og 4. Ræðið að við erum alltaf að styrkjast líkamlega framan af en síðan byrjar líkaminn að hrörna þegar árin færast yfir, samanber að við fáum hrukkur, húðin þynnist og hárið gránar. Beinin verða líka stökkari og við stirðari. Spyrjið nemendur hvar þeir eru sjálfir staddir í lífshringnum þegar mynd 5 er skoðuð. Verkefni 2 Barn, unglingur, fullorðinn bls. 119 Aðföng • Mynd 6 Aðferð Skoðið mynd og ræðið hvernig hlutverk og ábyrgð breytist eftir aldri. • Hver er munur á börnum, unglingum og fullorðnum? Sjá mynd 6. Dæmi um svör: • Lítil börn geta aldrei verið ein heima. • Litlum börnum leyfist meira, eins og að reiðast og gráta á almannafæri. • Unglingar vilja stundum fá að vera einir í friði og hanga með vinum sínum. • Fullorðnir geta eldað mat. • Ábyrgð á eigin umsjá eins og hreinlæti og hegðun eykst eftir því sem við eldumst. • Fullorðnir afla tekna fyrir mat og húsnæði. • Börn hafa ekki kosningarétt, við fáum hann 18 ára.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=