Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 32 Verkefni 7 Lög og reglur bls. 108–109 Aðföng • Mynd 19 • Mynd 20 Aðferð Ræðið um lög og reglur í landinu og til hvers þau eru. Að meðal annars sé tilgangur þeirra að tryggja öryggi og réttindi okkar allra. Til dæmis mætti nefna umferðarljós, sem flestallir hlýða og að hætta geti skapast fyrir aðra sem eru í umferðinni og líka okkur sjálf ef við hlýðum þeim ekki. Sama gildir um svo margt annað í samfélaginu. Við þurfum öll að bera ábyrgð á hegðun okkar og virða réttindi og mörk annarra og oft þurfum við að fá samþykki fyrir því sem við ætlum að gera. Lögreglan reynir að tryggja að fólk fylgi lögum og reglum og grípur inn í ef fólk ekur t.d. of hratt, stelur frá öðrum, brýst inn á heimili annarra eða beitir ofbeldi. Lögreglan tekur meðal annars innbrotsþjófa og þá sem beita aðra ofbeldi fasta og færir þá í fangageymslu (aðeins einföld útskýring hér en um að gera að ræða betur). Þegar við lendum í vanda getum við leitað til lögreglunnar. Þegar fólk hefur brotið lög fjallar dómari um málið og það getur þurft að greiða peningasektir eða fara í fangelsi. Mynd 19. Lögin eru einnig til að passa að fólk hafi jafnan rétt – að allir séu jafnir. Verkefni 8 Lög og reglur um ástarsambönd bls. 110–111 Aðföng • Mynd 21 • Verkefni 6 Aðferð Það eru lög og reglur um sambönd fólks og hvernig það snertir hvert annað. Það er, hverjir mega vera kærustupar, einnig er bannað er að snerta líkama og kynfæri annars aðila án samþykkis hans. Allir þurfa að virða þessar reglur. Skoðið mynd 21 og lýsið af hverju: 1. Börn undir 15 ára mega ekki stunda kynlíf, þau eru enn þá of ung og hafa ekki andlegan þroska til að byrja að stunda kynlíf með öðrum. 2. Einhver sem aðstoðar þig eins og til dæmis kennarinn þinn eða aðstoðarmaður getur aldrei orðið kærasta/ kærast/kærasti þinn eða snert kynfæri þín. 3. Einhver sem er í fjölskyldunni má aldrei vera kærasta/kærast/kærasti þinn og snerta kynfæri þín, lögin í landinu banna það. • Kynfæri má aldrei snerta nema með samþykki hins aðilans. • Það eru samt nokkrar undantekningar á atriðum hér fyrir ofan, ef þú þarft aðstoð á snyrtingunni eða með böðun, þurfa ákveðnir aðilar sem þú treystir að fá að aðstoða þig. Einnig gætir þú stundum þurft að láta lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk skoða þig og kynfæri þín í kynferðislegum tilgangi. • Leysið verkefni 6.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=