Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 30 Verkefni 6 Sambönd: Snerting bls. 99–107 Aðföng • Mynd 10–18 • Fylgiskjal til ljósritunar. Sambandshringurinn: Snerting Aðferð Á mynd 10 er safn af myndum sem við ætlum að nota til að setja inn í hringina á myndum 11–16. Þá ætlum við að skilgreina hvaða snerting og fleira er viðeigandi fyrir hvern hring/samband. Snerting getur verið persónuleg eða ópersónuleg. Eftir því sem pítsasneiðin stækkar í endann þekkjum við fólkið minna og þá verður snertingin minni og ópersónulegri, sjá mynd á bls. 95. Fáið nemendur til að skrifa í bláa reitinn, mynd 12, nöfnin á fólkinu sínu sem á heima í bláa kassanum. Nemandinn velur síðan myndir af bls. 99 í samræmi við hvaða snerting á heima í þessum bláa hring og heldur síðan áfram koll af kolli, velur hvað snerting af glæru 10 á heim á mynd 13 í græna hringnum og svo framvegis. Athugið að einnig er hægt að byrja á því að raða myndum inn á fylgiskjalið Sambandshringurinn: Snerting áður en farið er að vinna með myndir númer 12–16. Fjólublái Ég hringurinn • Það er bara ein manneskja inni í þessum hring og það ert ÞÚ, þetta er einkahringurinn þinn. • Enginn má snerta þig nema með þínu samþykki. • Hvaða manneskju ertu tilbúin að hleypa inn í þennan hring? Hvaða líkamsparta mætti þessi manneskja snerta? • Hvaða snerting er í lagi og þá á hvað stað mætti þessi snerting eiga sér stað? Blái stóri knúshringurinn • Í þessum hring er fólkið sem er nánast þér: Foreldrar, systkini, amma og afi og stundum besti vinur. • Fólkið í bláa hringnum er mjög náið þér og elskar þig og þú það. • Það sem einkennir snertingu í þessum hring er: Að faðmast, kyssast, knúsa, kúra, nudd á bakið, koss á kinn. • Snerting á milli kærustupara og maka á einnig heima í þessum hring en það er að kela og stunda saman kynlíf. • Við köllum þennan hring stóra bláa knúshringinn. Græni minni knúshringurinn • Í þessum hring er: Frændfólk þitt, vinir og góður vinnuvinur. • Hvað er vinnuvinur? (Persónulegur stuðningur/liðveisla). • Viðeigandi snerting er hliðarfaðmlag (halda um öxlina). Gefa fimmu eða klessann, klapp á bakið. Nudd á bakið. • Við köllum þennan hring Græna minni knúshringinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=