Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 3 Formáli Námsefnið Kynþroskaárin er ætlað börnum og ungmennum sem þurfa aðlagað námsefni. Námsefnið er samstarfsverkefni Ráðgjafar og greiningarstöðvar (RGR) og Menntamálastofnunar (MMS) sem sér um útgáfu á efninu en höfundur er starfsmaður RGR. Það er ánægjulegt að þessar stofnanir skuli taka höndum saman um útgáfu þessa námsefnis sem skortur hefur verið á fyrir þennan nemendahóp. Kann höfundur þessum stofnunum bestu þakkir fyrir að gera útgáfuna að veruleika. Vinnan við gerð námsefnisins var ekki alltaf auðveld en að mörgu þarf að huga við vinnslu efnis sem þarf að vera einfalt. Sum verkefnin kunna að reynast einhverjum nemendum erfið og öðrum of létt. Það er því mikilvægt að velja verkefni og myndir við hæfi og gera einstaklingsáætlun fyrir hvern og einn nemanda. Reynt hefur verið að einfalda umræðuefnið og efnistök eins og kostur er. Kaflanum um kynþroskann er skipt upp í þrennt þar sem það kann að reynast sumum nemendum of flókið að blanda saman umfjölluninni um öll kyn. Fyrsti hlutinn er um það sem gerist sameiginlega hjá öllum kynjum. Í öðrum hluta er fjallað um stelpur og þau sem fengu úthlutað kvenkyni við fæðingu og í þriðja hlutanum er fjallað um stráka og þau sem fengu úthlutað karlkyni við fæðingu. Í þessu hefti er ekki fjallað um tilfinningar, líkamstjáningu, getnaðarvarnir, ástarsambönd eða notkun samfélagsmiðla, því efni eru gerð skil til dæmis í námefninu Allt um ástina. Þá ber þess að geta að í meistararaverkefni Margrétar Heru Hauksdóttur við sálfræðideild HR, 2022 var þekking nemenda könnuð fyrir og eftir fyrirlögn úr fjórum köflum þessa verkefnis. Niðurstöður rannsóknar hennar sýndu marktækan mun, þ.e. hvernig þekking nemenda óx á milli fyrirlagna. Hafnarfjörður, 1. maí 2023 María Jónsdóttir, félagsráðgjafi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=