40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 29 • Fólk sem er í gula hringnum kemur ekki óboðið heim til okkar, samanber. Sjá mynd 9, maðurinn með hundinn fer ekki inn á þína lóð við heimilið þitt nema að þekkja þig, girðingin umhverfis húsið afmarkar svæðið þitt og fjölskyldu þinnar. Sama gildir um snertingu og umræðuefni, það er við segjum ekki öllum allt. Við skoðum þetta betur í verkefnum hér á eftir. Leysið verkefni 4 með því að tengja liti á réttan stað í hringnum og litið ef til vill hringina. Verkefni 5 Persónulegt og ópersónulegt bls. 98 Aðföng • Mynd 8 • Verkefni 5 • Fylgiskjal til ljósritunar. Sambandshringurinn: Umræðuefni. Aðferð Skoðum aftur mynd 8. Nú ætlum við að ræða hvað við tölum um við fólk út frá því hvernig við tengjumst því og þekkjum. Sumt umræðuefni sem við tölum um við annað fólk er persónulegt (einkamál) á meðan annað umræðuefni er ópersónulegt. Það skiptir máli hverjum við segjum hvað, það fer allt eftir því hvernig við tengjumst. Fáið nemendur til að leysa verkefni 5 með því að flokka setningar eftir því hvort þær eru persónulegar eða ópersónulegar, sjá mynd hér að neðan. Sjá sýnishorn á mynd 5a Persónulegt Ópersónulegt Snerti á mér kynfærin Hitti vinkonu í gær Doddi vinur minn var að gráta í gær Það er mjög gott í matinn í dag Við tölum ekki um persónulega hluti við fólkið sem er í stærri enda pítsusneiðarnar, sjá mynd á bls. 95. Það er því ólíklegt að við segjum fólki sem tilheyrir gula, appelsínagula og rauða hringnum eitthvað sem er persónulegt. • Dæmi: Við segjum ekki afgreiðslufólki í búð að okkur finnist þau sæt. • Segjum ekki fólki sem er í gula hringnum frá persónulegum hlutum um okkur sjálf nema það geti aðstoðað okkur og við getum treyst því. • Ræðið hvað er við hæfi að tala um við hverja. Fjölskyldumeðlimi: Segjum t.d. hvernig okkur líður. Vini: Eitthvað sem þið ætlið að gera saman, mynd sem þú horfðir á og svo framvegis. Fólk sem við þekkjum lítið. Horfðir þú á söngvakeppnina? Getur þú aðstoðað mig með hvaða leið ég á að fara? Ókunnuga: Hvað er klukkan? Er strætó farinn? Eða t.d. að ræða um veðrið. Leysið því næst verkefnið með því að raða setningunum úr mynd 5 bls. 98 inn á fylgiskjalið Sambandshringur: Umræðuefni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=