Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 28 Mynd 6 Fólk sem ég sé stundum/þekki lítið Í þessum hring er fólkið sem þú sérð stundum í hverfinu þínu eða í búðinni. Þetta getur til dæmis verið sá sem kemur með póstinn, fólk eða presturinn í hverfinu þínu, strætóbílstjórinn, einhver sem afgreiðir í búðinni eða er á spítalnum. Mynd 7 Fólk sem ég þekki ekki/ókunnugir Ókunnugur er einhver sem við þekkjum lítið sem ekkert. Þú þekkir ekki andlit þeirra, þekkir þá ekki með nafni og það þekkir þig ekki með nafni. Ókunnugur er einhver sem við deilum ekki með persónulegum- eða tilfinningalegum upplýsingum. Verkefni 3 Sambandshringurinn minn bls. 94 Aðföng • Verkefni 1 hér að ofan • Verkefni 3 • Fylgiskjal til ljósritunar Aðferð Ræðið að þeir sem eru næstir okkur tengjast okkur mest, því fjær sem hringurinn er því minna erum við náin fólkinu, þekkjum það minna og snertum. Leysið verkefni 3. Fáið nemandann til að búa til sinn eigin hring, með því að skrifa nöfnin á sínu fólki sem sett voru í dálkana í verkefni 1 hér að ofan á rétta staði í hringjunum. Sjá fylgiskjal til ljósritunar í viðauka. Verkefni 4 Mörk í samböndum bls. 95–97 Aðföng • Mynd 8 • Mynd 9 • Verkefni 4 Aðferð Skoðið mynd 8 og ræðið að við flokkum ekki eingöngu sambönd eftir því hvernig við tengjumst fólki, samanber út frá litum eins og við gerðum í verkefni 3 hér á undan, heldur einnig út frá eftirfarandi: • Einkarými og almannafæri • Umræðuefni • Snertingu Mynd 8 er þrískipt eins og pítsasneið. Því stærri sem pítsasneiðin er í endann, til dæmis úr dálki um einkarými og almannafæri, því fjær erum við heimili okkar. Dæmi: • Við bjóðum ekki bílstjóra í strætisvagni eða ferðaþjónustu heim til okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=