Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 27 Verkefni 2 Skilgreining á ólíkum samböndum bls. 88–93 Aðföng • Myndir 2–7 Aðferð Skoðið skilgreiningar á ólíkum samböndum á myndunum 2-7 og ræðið hvort nemendur eru sammála þessum skilgreiningum. Mynd 2 Ég • Þú ert ein/n/eitt inni í þessum hring enginn kemur inn í hann nema með þínu samþykki. • Þú stýrir hvar snertingin má eiga sér stað (einkarými eða í almannafæri). • Hvaða snerting er í lagi? Og hvar (í einkarými eða í almannafæri). • Hvað þú ert tilbúin að tala um við viðkomandi? • Hvaða manneskju ertu tilbúin að hleypa inn í þennan hring? Mynd 3 Fjölskylda – maki – besti vinur Einhver sem er mjög náin þér og þú getur treyst og deilt persónulegum tilfinningum með, er í þessum hring. Þetta er fólkið sem er nánast þér, foreldrar, systkini, amma og afi, besti vinur eða er náið þér á rómantískan hátt, kærasti eða maki þinn. Fólkið í bláa hringnum er mjög náið þér og elskar þig og þú það. Mynd 4 Frændfólk, vinir, vinnuvinur Fólkið sem tilheyrir þessum hring er frændi þinn eða frænka, við erum reyndar misnáin frændfólki og fer eftir því hvað við hittumst oft. Vinir er einhver sem við viljum eyða tíma með og er með svipuð áhugamál. Vinur er líka einhver sem við getum treyst og líkar vel við okkur eins og við erum. Vinur er sá sem virðir val okkar og ákvarðanir. Vinnuvinur er einhver sem fær greitt fyrir að gera hluti sem við þurfum aðstoð við og gerir einnig eitthvað skemmtilegt með manni. Mynd 5 Kennarar, þjálfarar, bekkjar- og vinnufélagar Fólk sem þú þekkir með nafni og það þekkir þig með nafni. Þetta er til dæmis fólkið í skólanum, bekkjarfélagar, fólk sem þú æfir með, kennarar, þjálfarar og fólk sem aðstoðar þig eða hjálpar með sumt, dæmi: læknir, tannlæknir, kennari, þroskaþjálfi, persónulegur stuðningur, lögregla og svo framvegis. Stundum getum við deilt persónulegum tilfinningum með aðstoðarmanni (t.d. meðferðaraðila eða ráðgjafa) það er ef við þurfum hjálp til að takast á við vandamál sem við erum að upplifa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=