Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 26 6. Sambönd Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Sambönd • Sambandshringir og litir • Sambönd og umræðuefni • Sambönd og snerting • Lög og reglur um sambönd Verkefni 1 Allskonar sambönd bls. 85–87 Aðföng • Mynd 1 • Verkefni 1 • Verkefni 2 Aðferð Ræðið að við tengjumst fólki með ólíkum hætti. Við getum skipt samböndum okkar við annað fólk í 6 flokka sem við ætlum að skilgreina út frá litum, sjá mynd 1. Fjólublátt: Ég Blátt: Fjölskylda/maki, besti vinur Grænt: Frændfólk, vinir/vinnuvinur, Gult: Kennarar, þjálfarar, bekkjarfélagar vinir vina minna Appelsínugult: Fólk sem ég þekki lítið,t.d. bílstjórinn, fólk í búðinni, nágrannar Rautt: Ókunnugir Leysið verkefni 1, fáið nemandann til að skrifa inn á töfluna eða setja myndir af fólkinu sínu inn í rétt box, einnig er hægt að nota A3 blað ef notaðar eru ljósmyndir svo að þær komist betur fyrir í boxunum. Leysið næst verkefni 2 með því að setja hugtökin sem eru fyrir neðan töfluna í viðeigandi box.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=