40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 24 Ræðið hvaða líkamsparta er í lagi fyrir vini að snerta og leysið næst verkefni 2 með því að merkja X inn á myndina þar sem er í lagi fyrir vini að snertast. Hægt er að æfa hvernig við snertum hvert annað sem vinir og félagar með því að fara í hlutverkaleik eða nota dúkkur til að leika snertingu á meðal vina. Ræðið hvað við getum gert ef við erum ekki viss um hvað okkur finnst um snertinguna. Fáðu álit og ráð hjá traustum vini um hvað honum finnst um snertinguna og hvernig þú getur brugðist við ef þú lendir aftur í svipuðum aðstæðum. Skoðið að lokum mynd 13 og ræðið hvað þú getur gert ef einhver reynir að snerta þig án þíns samþykkis: • Vertu ákveðin og horfðu í augu viðkomandi • Segðu NEI • Segðu STOPP • Segðu nei með líkamanum • Farðu úr aðstæðum ef þú getur – gangtu í burtu og farðu þangað sem þú ert örugg • Talaðu við einhvern sem þú treysti • Hverjum treystir þú? Ræðið. Verkefni 5 Samþykki bls. 80 Aðföng • Mynd 14 Aðferð Ræðið að stundum þurfum við að taka ákvarðanir um líkama okkar og persónuleg mörk. Það kallast samþykki þegar við þurfum að taka ákvarðanir um hvort snerting er í lagi ef einhver vill snerta okkur. Samþykki þýðir að gefið er leyfi fyrir ákveðinni tegund af snertingu til dæmis þegar hún er af læknisfræðilegum ástæðum, vinalegri snertingu eða náinni kynferðislegri snertingu, sjá mynd 14. Við höfum rétt til að ákveða hvenær, hvar og hvernig við leyfum öðrum að snerta líkama okkar. Við megum hætta við og segja nei ef við viljum ekki meira af þessari snertingu, þó svo að við sögðum já í upphafi. Við verðum einnig alltaf að virða mörk annarra og aldrei að snerta nema samþykki sé veitt. Samþykki er mikilvægasti þáttur í öllum samböndum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=