Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 23 Verkefni 3 Snerting í einkarými eða á almannafæri Aðföng • Myndir úr verkefni 1 með góðri snertingu. • Táknmyndir fyrir einkarými og almannafæri úr kafla 4 mynd 1. Aðferð Flokkið myndirnar undir réttu táknmyndina (sem sýna annars vegar einkarými og hins vegar almannafæri), eftir því á hvorum staðnum snertingin á betur heima. Ræðið ef snertingin er einkamál eða náin eins og til dæmis þegar fólk er að kela, þá getur það verið óviðeigandi og stundum óþægilegt fyrir aðra sem eru í sama rými að vera viðstaddir og því á snertingin heima í einkarými. Verkefni 4 Persónulegt rými og snerting bls. 76–79 Aðföng • Band/hnykill • Mynd 11 • Mynd 12 • Mynd 13 • Verkefni 2 Einnig hægt að nota dúkkur (í eigu RGR). Aðferð Við erum búin að ræða áður um persónulegt rými sem við viljum ekki að fólk stígi inn fyrir nema með okkar samþykki. Við þurfum líka alltaf að muna sjálf að virða persónulegt rými annarra. Mikilvægt er að við veltum einnig fyrir okkur hversu langt bilið á að vera á milli fólks þegar það talar saman. Ef við stöndum of nálægt getur það orðið óþægilegt fyrir manneskjuna sem verið er að tala við. Sjá mynd 11. Gott er að hafa bilið um handleggslengd á milli okkar og þess sem við erum að tala við. Leikur: Búum til hring t.d. með bandspotta eða húsgögnum. Minnkum síðan hringinn í þremur skrefum. • Í fyrsta skrefi höfum við nægt rými fyrir alla inni í hringnum. Spyrjið nemendur hvernig þeim líði með það. • Í öðru skrefi minnkum við hringinn meira þannig að við höfum um það bil handleggsbreidd á milli allra í hringnum. • Í þriðja skrefi er hringurinn hafður enn þá minni þannig að fólk stendur þétt og allir eru klesstir saman. • Spyrjið nemendur hvernig þeim líði með þessar fjarlægðir sem er á milli þeirra í öllum þremur skrefunum. Ræðið hvort það sé þægilegt eða óþægilegt að standa svona þétt upp við aðra manneskju? Búið aftur til hring 2 (skref 2) þar sem hægt var að hafa handlegg á milli og spyrjið nemendur hvernig þeim líki þessi fjarlægð. Endurtakið að það þurfi að vera handleggur á milli til að við virðum persónulegan hring manneskjunnar sem við erum að tala við. Góð snerting getur orðið óþægileg, ruglandi eða beinlínis vond ef einhver kemur við þig á þann hátt sem þér líkar ekki og þú hefur ekki gefið samþykki fyrir eins og t.d. ef kynfæri þín eru snert. Mikilvægt er að fara aldrei yfir mörk annarrar manneskju með því að snerta hana án samþykkis hennar eða með óviðeigandi hætti, eða leyfa annarri manneskju að snerta þig og fara yfir þín líkamlegu mörk. Skoðið mynd 12 hvernig snerting getur verið margvísleg, hún getur verið góð, ruglandi eða vond.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=