40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 22 5. Góð og vond snerting Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Góð, ruglandi eða vond snerting • Snerting í einkarými og á almannafæri • Persónulegur hringur • Umferðaljós og snerting • Samþykki og snerting Verkefni 1 Tákn bls. 66–68 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 • Mynd 3 • Fylgiskjöl til ljósritunar með táknum Aðferð Skoðið táknin á mynd 1 það getur verið gott að nota þau í tengslum við hvað er í lagi og hvað er ekki lagi í tengslum við snertingu. Þá getur líka verið ágætt að hugsa umferðaljós í tengslum við snertingu, sjá mynd 2. Sum snerting er í lagi og getur verið góð (grænt ljós) eða ruglandi það er við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um snertinguna, erum ekki alveg viss (gult ljós) eða þá að hún er beinlínis vond (rautt ljós). Mikilvægt er að leita til aðila sem við treystum þegar við erum ekki viss hvað okkur fannst eða okkur finnst snertingin vond sjá mynd 3. Verkefni 2 Góð eða vond snerting? Bls. 69–77 Aðföng • Mynd 1 (úr verkefni 1) • Myndir 4-9 • Verkefni 1 • Fylgiskjöl til ljósritunar. Sambandshringurinn: Snerting Aðferð Notið táknmyndir úr mynd 1. Klippið út myndir 4–9 og plastið til að nota síðar. Táknmyndir eru til ljósritunar í fylgiskjölum. Fáið nemendur til að flokka í 3 bunka, það er hvaða snerting er góð, ruglandi/ekki viss og hvaða snerting er vond undir rétt tákn í verkefni 1.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=