40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 17 Verkefni 6 Hreinlæti og kynfæri Aðföng Kennslumyndbönd á youtube um hvernig á að þrífa kynfærasvæðið. Píka Typpi Aðferð • Þegar einstaklingur er kominn vel inn í kynþroskann þarf að huga vel að því hvernig á að þrífa kynfærin. • Það þarf að passa að setja ekki sterka sápu inn í píkuna heldur þvo hana með mildri sápu að utan. • Þrífa á typpið reglulega undir forhúðina. • Skoðið myndir á ofangreindum vefslóðum og ræðið mikilvægi þess að hugsa um hreinlæti kynfæranna og nota milda sápu. Verkefni 7 Almennt hreinlæti bls. 44–48 Aðföng • Verkefni 4-7 Aðferð • Leysið verkefni 4-7 með því að merkja við réttar staðhæfingar. • Ræðið einnig um hverja mynd, hvaða áhrif það getur haft á þá sem eru nálægt okkur ef við erum skítug, jafnvel illa lyktandi, með illa hirt hár. Ef við burstum ekki tennur, klippum ekki neglur eða förum reglulega í bað getur fólki fundist óþægilegt að vera nálægt okkur. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd okkar og líðan ef við hirðum ekki vel um okkur. Verkefni 8 Afmæli Dísu bls. 49 Aðföng • Mynd 3 Aðferð Skoðið söguna um Dísu og mynd 3. Dísa var að fara í afmæli til vinkonu sinnar. Hún var í nýju peysunni sinni sem var mjög flott og hún vildi eiginlega ekki fara úr henni. Áður en hún fór sagði mamma hennar að hún yrði að fara úr peysunni sem væri svo skítug að hún gæti alls ekki farið í henni og hún yrði ekki orðinn þurr ef þær myndu þvo hana. Dísa var afar ósátt við mömmu sína og fannst peysan ekkert skítug. Hún neitaði að fara úr henni og fór í peysunni í afmælið. Þegar Dísa kom í afmælið var ein stelpa sem sagði við hana: „Úps, sjá peysuna þína. Hún er öll í blettum!“ Dísu leið ekki vel með þetta og vildi óska þess að hún hefði hlustað betur á mömmu sína og farið í aðra peysu. Henni leið ekki vel í afmælinu og hún fattaði að hún var óhrein og fór fljótt heim.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=