40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 14 Verkefni 5 Líkamleg mörk og persónulegt rými bls. 32 Aðföng • Mynd 8 Aðferð Sjá mynd 8. Við eigum öll okkar persónulega hring, við getum ímyndað okkur að það sé húlahopp hringur samanber fyrsta myndin. Þegar við stöndum inni í hringnum getum við hugsað okkur að allt sem er innan hans frá toppi til táar sé okkar persónulega rými. • Persónulegt rými er staðurinn sem þú vilt hafa á milli þín og annarrar manneskju. Ef þú ætlar að snerta einhvern þarftu að fara inn fyrir hans persónulega rými og fá samþykki fyrir snertingunni. Sjá mynd 2 á mynd 8. • Stundum er í lagi að fara inn fyrir þennan hring eins og þegar við erum að faðma fjölskyldumeðlimi. Við leyfum til dæmis systkinum okkar eða aðilum sem við treystum að koma stundum inn fyrir okkar persónulega rými en ekki einhverjum ókunnugum. Samanber það sem mynd 3 sýnir á mynd 8. Það er mismunandi hvernig er hvernig við upplifum persónulegt rými; um það gilda reglur: • Hvenær og hverjum við gefum leyfi fyrir því að koma inn í hringinn okkar. • Virða ef fólk samþykkir ekki að hleypa manni inn í sinn hring samanber á fjórðu mynd á bls. 32. Það er alltaf mikilvægt að spyrja hvort við megum faðma viðkomandi og virða það ef við fáum nei. Verkefni 6 Líkamleg mörk – Að lykta af öðru fólk bls. 33 Aðföng • Mynd 9 Aðferð Skoðið mynd 9 og ræðið hvort þetta sé í lagi eða ekki. (Það er aldrei í lagi að fólk komi upp að manni og þefi). Það er augljóst að þessari konu líkar þetta ekki, henni finnst þetta skrítið og það er verið að fara yfir hennar líkamlegu og persónulegu mörk. Ræðið að almennt vill fólk vill ekki láta lykta af sér, stundum segir fólk sem þekkir mann vel að það sé góð lykt af manni t.d. eins og þegar maður er með nýtt ilmvatn/rakspíra eða er nýkomin/n úr baði/sturtu. Það getur verið í góðu lagi. Ef einhver sem þú þekkir ekki eða lítið kemur með athugasemd af þessu tagi er það óviðeigandi. Stundum gæti maður beðið einhvern sem maður þekkir vel að finna lyktina t.d. af sjampóinu sem maður var að nota til að fá álit viðkomandi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=