40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 13 lokuð. Það er vegna þess að þetta er einkarými. Ef enginn er þar þá get ég farið inn. Ef einhver er í herberginu/baðinu þá bíð ég þar til viðkomandi segir að það sé í lagi að koma inn. Það sem við getum lært af sögunni hans Ara • Það eru alltaf einkarými á öllum heimilum, eins og baðherbergi og svefnherbergi. • Mikilvægt er að banka á dyr einkarýmis áður en við förum inn. • Ef enginn er í herberginu er í lagi að fara inn en annars þurfum við að bíða þar til hinn aðilinn segir að við megum koma inn. Náttsloppur eða handklæði (mynd 6) Náttsloppur eða handklæði Ég heiti Lóa og er 14 ára. Ég bý með foreldrum mínum og litla bróður sem er 7 ára. Ég á sérherbergi. Áður en ég fer í sturtu klæði ég mig stundum úr fötunum inni í herberginu mínu sem er einkarýmið mitt og fer síðan inn á bað. Ég passa alltaf upp á að fara í náttsloppinn minn eða vefja um mig handklæði áður en ég fer inn á bað, svo ég gangi ekki um allsber. Þegar ég kem inn á bað fer ég úr sloppnum eða tek handklæðið af mér og loka hurðinni áður en ég fer í sturtu. Þegar ég er búin í sturtu þurrka ég mér og klæði mig í fötin. Ef ég vil gera það inni í herberginu mínu fer ég á sloppnum aftur inn í herbergið eða vef utan um mig handklæðið. Það sem við höfum lært af sögunni hennar Lóu: • Við göngum ekki um nakin innan um annað heimilisfólk heima hjá okkur þó svo að við ætlum bara rétt að skreppa í sturtu. Verkefni 4 Líkami minn og líkamleg mörk bls. 31 Aðferð Skoðið mynd 7 • Þú átt þinn líkama – Þú ræður • Þú stjórnar ferðinni • Með líkama þínum • Orðum • Það hjálpar þér að setja mörk • Það er í lagi að segja NEI ef þú vilt ekki að einhver snerti þig eða faðmi Enginn má snerta einkastaði þína nema með þínu samþykki; sama gildir um þá sem aðstoða þig við böðun eða á snyrtingu og heilbrigðisstarfsfólk.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=