Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 12 Verkefni 2 Einkastaðir líkamans bls. 24–28 Aðföng • Mynd 3 • Mynd 4 • Miðar til að skrifa á • Verkefni 2 • Verkefni 3 • Verkefni 4 Aðferð Útskýrið að hugtakið einkastaðir líkamans vísar til eftirfarandi líkamsparta, píku og typpis sem við köllum líka kynfæri, rass og brjósta. Sjá mynd 3. Nefnið öll orðin sem við höfum heyrt og kunnum sem eru notuð yfir einkastaði líkamans, (typpi, rass, píka og brjóst). Skrifum orðin á miða og setjum á töfluna. Ræðið hvaða orð eru rétt og viðeigandi að nota þannig að allir skilji. Fáið nemendur til að leysa verkefni 2 með því að lita hringina græna sem eru ekki einkastaðir líkamans og hina rauða sem eru einkastaðir líkamans. Skoðið næst mynd 4 og ræðið. • Við hyljum einkastaði líkamans með nærfötum og sundfötum. • Við hyljum einkastaði líkamans þegar við erum á almannafæri, t.d. í skólanum, strætó, stofunni, eldhúsinu. • Ef þú vilt snerta eða klóra einkastaðina þarftu að bíða þar til þú kemst í einkarými. Ræðið að þegar við förum í sund notum við sundföt sem er fatnaður úr sérstöku efni til að skýla einkastöðum líkamans. Fáið nemendur til að teikna sundföt eða lita yfir staðina í verkefni 3 og 4. Verkefni 3 Hverjir mega sjá okkur nakin? Bls. 29 Aðföng • Mynd 5 • Mynd 6 Aðferð Spyrjið nemendur hverjir megi sjá þau nakin til dæmis þegar þau eru að afklæðast eða klæða sig í föt? (Sýnið ef til vill myndir af fólki sem það umgengst og ræðið að aðeins fólk sem þau treysta og þekkja vel megi sjá þau nakin, annað gildir samt um sund og búningsklefa eða læknisskoðun.) Ræðið mikilvægi þess að nota slopp eða handklæði til að vefja um sig, til að hylja einkastaðina þegar farið er á milli herbergja, sbr. ekki labba nakin um fyrir framan aðra heimilisfólk eða jafnvel gesti, til dæmis vini systkina. Lesið sögur hér að neðan um persónulegt rými, handklæði og náttsloppinn, sýnið mynd 5 og 6. Ræðið því næst um það sem við getum lært af þessum sögum. Persónulegt rými (mynd 5) Ég heiti Ari og ég er 16 ára. Ég bý með mömmu, pabba og yngri bróður mínum sem er 10 ára. Ég á mitt eigið herbergi en ég deili restinni af íbúðinni með fjölskyldunni. Mamma er búin að segja að við þurfum að banka á dyrnar á svefnherbergjum og á baðherberginu áður en við förum inn ef hurð er

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=