Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 10 Verkefni 5 Samskipti og hegðun bls. 13–14 Aðföng • Mynd 5 • Mynd 6 Aðferð Ræðið að við eigum í allskonar samskiptum við aðra, sjá mynd 5 með því að: • Tala saman í raunheimi, gegnum netið eða í síma. • Skrifa bréf, skrifa textaskilaboð • Líkamstjáningu Skoðið mynd 6 hvernig fólk getur tjáð samskiptin sín með ólíkum hætti: • Ákveðni Feimni Frekju • Sjálfsmyndi hefur mikil áhrif á það hvernig við tjáum okkur. Þeir sem eru ákveðnir hafa sterka sjálfsmynd og standa með sjálfum sér, þora að horfa í augun á fólki segja hvað þeir vilja eða vilja ekki., þeir sem eru feimnir eða óákveðnir eru gjarnir á að láta fólk valta yfir sig eða segja frekar já þó þeir meini nei. Þeir sem eru með frekjulega hegðun virða ekki mörk eða tilfinningar annarra og valta yfir manneskjuna. Verkefni 6 Ákveðni, feimni eða frekja? Bls. 15–17 Aðföng • Mynd 7 • Mynd 8 • Mynd 9 • Verkefni - hlutverkaleikur Aðferð Skoðið myndir 7–9 hvernig framkoma okkar getur annað hvort verið ákveðin, feimin eða frekjuleg. Ræðið jafnframt að okkur getur stundum þótt erfitt að sýna ákveðni. Það er engu að síður mikilvægt að við þjálfum með okkur að sýna öðrum ákveðni og við þorum að segja já og nei eftir því hvað hentar okkur sjálfum á hverjum tíma. Við eigum aldrei að segja já bara til að þóknast öðrum. Við þurfum stundum að sýna sjálfstraust þegar við segjum nei, aldrei segja já við einhverju sem þú ert ekki viss um bara til að þóknast öðrum ef þú gerir það, þá ertu ekki að standa með sjálfum þér. Verkefni Fáið nemendur til að draga miða með eftirfarandi setningum sem eru hér að neðan og leika atriðin þar sem þau sýna eftirfarandi hegðun: Ákveðna, feimna eða frekjulega. Látið hina nemendurnar giska hverskonar hegðun verið er að leika: • Hvað er klukkan? • Hvenær kemur bílinn? • Má ég aðeins komast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=