Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 KENNSLULEIÐBEININGAR ÁRIN KYNÞROSKAKennsluleiðbeiningar I-hluti Höfundur María Jónsdóttir, félagsráðgjafi

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 2 EFNISYFIRLIT 1. Sjálfsmynd og sjálfstraust 7 2. Líkaminn og líkamleg mörk 11 3. Hreinlæti 15 4. Einkarými og almannafæri 18 5. Góð og vond snerting 22 6. Sambönd 26 7. Lífshringurinn 33 8. Kynþroski 35 9. Kynhneigð 48 10. Getnaður og þungun 50 Formáli 3 Inngangur 4 Fylgiskjöl 53 Heimildir 63

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 3 Formáli Námsefnið Kynþroskaárin er ætlað börnum og ungmennum sem þurfa aðlagað námsefni. Námsefnið er samstarfsverkefni Ráðgjafar og greiningarstöðvar (RGR) og Menntamálastofnunar (MMS) sem sér um útgáfu á efninu en höfundur er starfsmaður RGR. Það er ánægjulegt að þessar stofnanir skuli taka höndum saman um útgáfu þessa námsefnis sem skortur hefur verið á fyrir þennan nemendahóp. Kann höfundur þessum stofnunum bestu þakkir fyrir að gera útgáfuna að veruleika. Vinnan við gerð námsefnisins var ekki alltaf auðveld en að mörgu þarf að huga við vinnslu efnis sem þarf að vera einfalt. Sum verkefnin kunna að reynast einhverjum nemendum erfið og öðrum of létt. Það er því mikilvægt að velja verkefni og myndir við hæfi og gera einstaklingsáætlun fyrir hvern og einn nemanda. Reynt hefur verið að einfalda umræðuefnið og efnistök eins og kostur er. Kaflanum um kynþroskann er skipt upp í þrennt þar sem það kann að reynast sumum nemendum of flókið að blanda saman umfjölluninni um öll kyn. Fyrsti hlutinn er um það sem gerist sameiginlega hjá öllum kynjum. Í öðrum hluta er fjallað um stelpur og þau sem fengu úthlutað kvenkyni við fæðingu og í þriðja hlutanum er fjallað um stráka og þau sem fengu úthlutað karlkyni við fæðingu. Í þessu hefti er ekki fjallað um tilfinningar, líkamstjáningu, getnaðarvarnir, ástarsambönd eða notkun samfélagsmiðla, því efni eru gerð skil til dæmis í námefninu Allt um ástina. Þá ber þess að geta að í meistararaverkefni Margrétar Heru Hauksdóttur við sálfræðideild HR, 2022 var þekking nemenda könnuð fyrir og eftir fyrirlögn úr fjórum köflum þessa verkefnis. Niðurstöður rannsóknar hennar sýndu marktækan mun, þ.e. hvernig þekking nemenda óx á milli fyrirlagna. Hafnarfjörður, 1. maí 2023 María Jónsdóttir, félagsráðgjafi

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 4 Inngangur Kynþroski er tími breytinga, líkaminn breytist sem og tilfinningar okkar. Þá taka samskipti og sambönd okkar við aðra líka breytingum. Þetta tímabil reynir stundum á unglinginn og nánasta umhverfi hans. Undirbúa þarf barnið vel undir unglingsárin. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum grundvallarhugtök um samskipti og kynverund áður en hinn eiginlegi kynþroski hefst. Það auðveldar allt lærdómsferlið, sérstaklega þegar um ræðir börn og ungmenni sem þurfa aðlagað námsefni. Kynfræðslu hefur verið ábótavant fyrir þennan hóp barna og unglinga. Þá hefur verið ákall frá þeim sem sinnt hafa þessari fræðslu að fá einfalt kennsluefni sem nýtist þessum nemendahópi, sem á oft erfitt með að tileinka sér námsefni sem jafnaldrar þeirra sem fylgja dæmigerðum þroska, fara í gegnum (Hartman, 2014). Rannsóknir styðja þessa sýn, kennsluefnið þarf að vera einfalt til að það gagnist og fræðslan á formi sem hver og einn nemandi getur tileinkað sér (Curtis, 2017; MacKenzie, 2018). Samfélög gera kröfur um að fólk þekki óskrifaðar reglur um hegðun, samanber að geta gert greinamun á hvaða hegðun má eingöngu viðhafa í einkarými en ekki á almannafæri. Eftir því sem við eldumst breytast kröfur samfélagsins til okkar, unglingurinn þarf að læra inn á hvernig á að stjórna nýjum hvötum og tilfinningum sem fylgja oft kynþroskanum, þess vegna er kynfræðsla og félagsfærniþjálfun lykilatriði. Þessar kröfur um breytta hegðun gerast ekki alltaf sjálfkrafa eins og hjá jafnöldrunum sem fylgja dæmigerðum þroska (Beddows & Brooks, 2016). Kynfræðsla og félagsfærniþjálfun leggja grunninn að bættu kynheilbrigði og lífsgæðum á fullorðinsaldri. Þessi fræðsla og þjálfun hefur einnig forvarnargildi og geta dregið úr líkum á kynferðislegu ofbeldi. Rannsóknir sýna að þessi börn eru mun líklegri til að verða fyrir kynferðislegri misnotkun en jafnaldrar þeirra sem fylgja dæmigerðum þroska (Curtis, 2017; Urbano et al. 2013). Mörk í samskiptum eru okkur öllum mikilvæg. Börn og ungmenni sem skilja heilbrigð mörk eru líklegri til að þróa færni til sjálfshjálpar og einstaklingsbundinnar ábyrgðar sem leiðir af sér meiri sjálfsstjórn og ábyrgð á gjörðum sínum. Í kjölfarið eiga þau betra með að sýna öðrum virðingu og þróa með sér sínar eigin persónulegu öryggisreglur í samskiptum við annað fólk. Við þurfum að byrja snemma að gefa jákvæð skilaboð í tengslum við kynhegðun og kynhneigð. Það hjálpar einstaklingnum að þróa með sér jákvæða sýn á sjálf sig sem kynvera, byggja upp sjálfstraust og sjálfsþekkingu, forðast hugsanlegar hættur fyrir sig og aðra og leita eftir vellíðan sem best uppfyllir þarfir og langanir. Hvernig kennum við börnum með þroskafrávik að setja sjálfum sér heilbrigð mörk og skilja mörk annarra í samskiptum? Hvað samþykki felur í sér? Fyrsta skrefið er að geta gert greinarmun á og skilgreint eftirfarandi: a) Einkarými og almannafæri (fela í sér rými samanber ólíkar tegundir af herbergjum á heimilum eða staðir á almannafæri sem við deilum venjulega með öðru fólki, eins og til dæmis verslunarmiðstöðvar, almennings- garðar, strætisvagnar o.fl.). Hugtökin einkarými og almannafæri eru oft misskilin þegar rætt er um mörk og mikilvægt er að skilja þennan mun vel til að átta sig á hvað mörk á þessum stöðum fela í sér. b) Umræðuefni eru allskonar og það er stundum auðvelt fyrir fólk að þoka línum þegar það deilir upplýsingum eða persónulegum upplýsingum. Eitthvað sem er opinbert er til dæmis auðvelt að deila á almannafæri svo sem í sundlauginni eða á bókasafninu. Einkamálum deilum við ekki, við höldum persónulegum upplýsingum og upplýsingum um líkamann fyrir okkur sjálf. c) Snerting getur verið góð, ruglandi eða beinlínis vond og það er mikilvægt að geta skilgreint þennan mun og vita hvernig megi bregðast við þegar upplifun okkar af snertingunni er ruglandi eða vond, hvað á að segja og hvert má leita eftir aðstoð. Þá getur snerting verið mjög ólík á meðal fjölskyldna. Sumar fjölskyldur snertast mikið á meðan aðrar snertast lítið. Þá er skynjun okkar oft ólík, sumir hafa þörf fyrir mikla snertingu á meðan aðrir forðast hana. Það er mikilvægt að leiðbeina einstaklingum sem eru til dæmis sólgnir í ákveðna tegund snertingar sem öðrum kann að finnast óþægileg. Barnið þarf að læra hvar mörkin liggja þegar kemur að snertingu. Það er mikilvægt að læra hvernig er viðeigandi að snerta aðra og þá hvar og hvernig. Þá er snerting er ólík eftir því hvernig við tengjumst fólki. d) Sambönd. Við tengjumst fólki með ólíkum hætti. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvers konar samband er um að ræða við fólk sem við eigum í samskiptum við, til dæmis hverja við föðmum og hverja ekki. Góð leið til að átta sig á ólíkum samböndum er að læra um sambandshringinn í kafla 6 hér á eftir. Snerting innan fjölskyldu og á meðal kunningja, aðstoðarmanna og vina er ólík. Fólk hefur líka mismunandi reglur í tengslum við snertingu og sitt persónulega rými. Sum snerting er í lagi á milli ákveðinna hópa

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 5 á meðan önnur er það ekki. Mikilvægt er að skólar, frístunda- og vinnustaðir setji sér slíkar reglur til að forðast misskilning og tryggja að öllum finnist þeir vera öruggir og jafnir. Það eru samt undantekningar á þessum reglum, samanber að heilbrigðisstarfsfólk sem er ókunnugt, þarf stundum að fá að skoða fólk í læknisfræðilegum tilgangi, spyrja um persónulegar upplýsingar og fara inn fyrir persónulegt líkamlegt rými. Sumir þurfa persónulega umönnun eins og í tengslum við salernis- og/eða baðferðir og finna þá fyrir að þeirra persónulega rými er skert. Mikilvægt er að ræða að hér er ekki um einhvers konar nánd að ræða heldur er þetta sértækt verkefni sem þarf að klára. Þess vegna er mikilvægt að læra muninn á ólíkum tegundum sambanda, þegar við veltum fyrir okkur mörkum í samskiptum. Við lærum að virða okkar eigin mörk og annarra í samskiptum með því að skilgreina muninn sem tilgreindur er í liðum a-d hér að ofan. Allir eiga skilið virðingu og að finna til öryggis í samfélaginu en það gerum við með því að virða hvert annars mörk í víðu samhengi. Í köflunum hér á eftir er lagður grunnur að því að kenna börnum og ungmennum sem þurfa aðlagað námsefni um líkama sinn, umhverfi, sambönd, snertingu og fleira sem gerir þau betur í stakk búin að takast á við ýmsar áskoranir í athöfnum daglegs lífs. Hvernig á að nota námsefnið Námsefnið spannar 10 kafla, það er tvískipt, annars vegar I.-hluti sem eru þessar kennsluleiðbeiningar og hins vegar II.-hluta sem eru 196 myndir sem fylgja verkefnunum úr I hlutanum. Í I-hlutanum það er kennsluleiðbeiningunum er vísað í blaðsíðutöl verkefnanna í II-hlutanum. Nýta má myndirnar með margvíslegum hætti eins og fram kemur í lýsingu á verkefnunum, til dæmis að plasta þær og/eða nota í flokkunarverkefni. Þá eru sumar myndir töflur sem skrifa má inn á eða eru tengi- og litaverkefni. Í viðauka aftast sem kallast fylgiskjöl má finna verkefnablöð til ljósritunar sem fylgja nokkrum verkefnum. Hvernær eigum við að hefja kennsluna? Það er ekki eftir neinu að bíða og mikilvægt er að byrja kenna og æfa börn strax við 6 ára aldurinn, til dæmis í hverju munurinn felst á einkarými og almannafæri og um líkamsheitin. Byggja síðan smátt og smátt ofan á þessa þekkingu með að kenna þeim sem það geta, sjálfsumsjá og að sinna persónulegu hreinlæti. Læra um ólíkar tegundir snertingar, sambönd og lífshringinn, allt áður en hinn eiginlegi undirbúningur hefst um kynþroskann. Notið réttu orðin yfir líkamsheitin Mikilvægt er að nota rétt hugtök um líkamsheitin, það getur komið í veg fyrir misskilning. Þetta á sérstaklega við um kynfæri og brjóst en notað er yfirheitið einkastaðir líkamans í þessu efni. Stundum notar fólk óviðeigandi orð eða orð sem ekki allir skilja. Þess vegna er mikilvægt að nemandinn læri að nota réttu hugtökin svo að allir skilji. Notið viðburði úr daglegu lífi Vísið í nýliðna atburði eða einhverja sjónvarpsþætti sem nemendur eru að horfa á. Nefna má dæmi eins og í tengslum við ólíkar sambandsgerðir, kynhneigð og fleira sem getur auðveldað skilning á viðfangsefninu enn frekar. Undirbúið nemendur áður en nektar- eða kynferðislegar myndir eru sýndar Með því að sýna mynd af nöktum líkama erum við um leið að óska eftir samþykki nemandans til að skoða myndir sem sýna nekt. Sumum nemendum kann að þykja það óþægilegt að sjá slíkar myndir. Í þeim tilvikum þarf að útskýra að tilgangurinn með að sýna myndina er að útskýra hvaða breytingar kynþroskinn hefur í för með sér. Kennarinn er þá jafnframt að valdefla nemandann þannig að honum finnist að hann hafi eitthvað að segja um hlutina í tengslum við að skoða myndirnar.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 6 Annað Ef upp koma atriði sem benda til þess að barnið hafi orðið fyrir einhvers konar áreiti er mikilvægt að koma þeim upplýsingum í ferli samkvæmt verklagsreglum hvers skóla. Þá er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn og/eða umönnunaraðilar séu upplýstir um efnistök fræðslunnar þannig að allir séu meðvitaðir hvaða færni og fræðslu er verið að kenna barninu að ná tökum á hverju sinni. Heimildir Í heimildaskrá má finna heimildir sem hafa veitt undirritaðri innblástur við gerð þessa fræðsluefnis en ekki er vitnað beint í þær við einstaka verkefni eða myndir. Við vonum að þetta efni eigi eftir að nýtast vel í kynfræðslu og félagshæfniþjálfun og um leið stuðla að bættu kynheilbrigði og líðan nemandans í framtíð hans.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 7 1. Sjálfsmynd og sjálfstraust Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag: • Sjálfsmynd og sjálfsöryggi • Sjálfstraust • Sterk og veik sjálfsmynd • Leiðir til að styrkja sjálfstraustið • Samskipti og hegðun • Ákveðni Spurningaleikur bls. 4–5 Aðföng • Verkefni 1 • Verkefni 2 Aðferð Spyrjið nemendur eftirfarandi spurninga hér að neðan: (Fara skal í nokkra hringi svo að allir eigi að minnsta kosti möguleika á að svara tveimur ólíkum spurningum.) Verkefni 1 • Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú velja að vera?​ • Ertu morgun- eða kvöldmanneskja?​ • Ef þú værir ísbragð, hvaða bragð myndir þú vera?​ • Hver er uppáhalds teiknimyndapersóna þín og hvers vegna? • Ef þú gætir heimsótt hvaða stað sem er í heiminum, hvert myndir þú vilja fara og hvers vegna? • Hver er hetjan þín?​ • Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Leysið næst verkefni 2. Vinnið tvö og tvö saman, skráið niður upplýsingarnar fyrir hvort annað og kynnið síðan viðmælanda fyrir hópnum. Verkefni 1 Sjálfsmynd bls. 6 Aðföng • Mynd 1 Aðferð Ræðið eftirfarandi: Sjálfsmyndin er það sem þú ert og hvernig þér líður með sjálfa/n þig. Á unglingsárunum er sjálfsmynd okkar í mótun. Þá vakna spurningar eins og: Hver er ég? Hvernig manneskja vil ég vera? Sjálfsmyndin getur stundum sveiflast upp og niður. Stundum finnst okkur allt vonlaust og við séum ömurleg og stundum erum við mjög ánægð með okkur sjálf. Það er mikilvægt að hugsa jákvætt um sig en ekki rífa sjálfa/n sig niður. Ræðið þessi atriði hér fyrir neðan og hvernig við svörum þeim.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 8 • Hver er ég? • Ég tilheyri öðrum • Ég get margt þó ég geti ekki allt • Hvað finnst mér um mig? • Hvað á ég skilið? • Hvernig hugsa ég um sjálfa/n mig? Verkefni 2 Sterk og veik sjálfsmynd bls. 7–9 Aðföng • Mynd 2 • Mynd 3 • Verkefni 3 Aðferð Við tölum stundum um sterka og veika sjálfsmynd. Skoðið mynd 2. Þau sem eru með sterka sjálfsmynd, hugsa jákvætt um sig, geta sagt nei, láta síður plata sig í einhverja vitleysu og standa með sjálfum sér. • Ég get margt • Ég læt ekki plata mig í einhverja vitleysu • Ég stend með sjálfum mér • Ég get sagt nei • Ég hrósa sjálfum mér • Ég er ánægð með mig eins og ég er Á mynd 3 eru atriði sem einkenna veika sjálfsmynd. Þau sem eru með veika sjálfsmynd hafa tilhneigingu til að rífa sig frekar niður í huganum, standa síður á rétti sínum og leyfa stundum öðrum að ráða yfir sér. • Ég er vonlaus/t • Ég læt stundum plata mig til að gera einhverja vitleysu • Ég kann ekkert, ég get ekkert • Ég á stundum erfitt að standa með sjálfum mér • Ég á erfitt með að segja nei • Ég tala niður til mín • Ég er óánægt/óánægð/ur með mig Leysið verkefni 3 með því að flokka í tvennt hvað það er sem einkennir annars vegar sterka sjálfsmynd og hins vegar veika sjálfsmynd.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 9 Verkefni 3 Að efla sjálfstraust bls. 10–11 Aðföng • Mynd 4 • Verkefni 4 Aðferð Ræðið leiðir hvað við getum gert til að styrkja sjálfsmyndina. Til að styrkja sjálfsmyndina er mikilvægt að rífa sjálfan sig ekki niður og hugsa frekar ,,ég get margt, ég er frábær.“ Einnig má prófa sig áfram og reyna nýja hluti. Með því að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt þá erum við að reyna á okkur. Um leið erum við að styrkja sjálfsmyndina og með því fáum við aukið sjálfstraust. Sjálfstraust er gildið sem þú gefur sjálfum þér sem manneskju. Að þú hafir trú á því að þú getir gert hlutina, að þú hafir val og getir tekið viðeigandi ákvarðanir. Það er allt í lagi að mistakast, munum það, hrósum okkur sjálfum fyrir að prófa eitthvað nýtt en rífum okkur ekki niður ef okkur mistekst. Skoðum mynd 4. Leiðir til að efla sjálfstraust: • Stunda hreyfingu sem við höfum gaman af og trúum að við séum góð í. • Halda dagbók þar sem við skrifum eitt jákvætt um okkur sjálf á hverjum degi.​ • Vera innan um gott og styðjandi fólk​. • Hugsa vel um líkamann með því að borða hollan mat og hreyfa okkur reglulega.​ • Hugsa vel um persónulegt hreinlæti og útlit sem færir okkur vellíðan. Leysið því næst verkefni 4 um leiðir sem við getum tamið okkur til að styrkja sjálfstraustið. Verkefni 4 Hvað hefur áhrif á sjálfsmynd mína? Bls. 12 Aðföng • Verkefni 5 Aðferð Ræðið hvort nýr og dýr sími, flott föt eða að eiga kærasta, kærustu eða kærast séu atriði sem stuðla að því að gera sjálfsmynd þína sterkari til framtíðar. Þessir hlutir gefa þér vellíðan í einhvern tíma en styrkja ekki sjálfsmynd þína varanlega. Fáið nemandann til að ræða myndina og hvaða atriði á myndinni þau telji að geti verið góð leið til að styrkja sjálfmyndina. (Svar: t.d. rækta vináttu og hreyfa sig, hlutir geta gert okkur glöð í smástund en styrkja ekki sjálfsmynd okkar til langs tíma.)

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 10 Verkefni 5 Samskipti og hegðun bls. 13–14 Aðföng • Mynd 5 • Mynd 6 Aðferð Ræðið að við eigum í allskonar samskiptum við aðra, sjá mynd 5 með því að: • Tala saman í raunheimi, gegnum netið eða í síma. • Skrifa bréf, skrifa textaskilaboð • Líkamstjáningu Skoðið mynd 6 hvernig fólk getur tjáð samskiptin sín með ólíkum hætti: • Ákveðni Feimni Frekju • Sjálfsmyndi hefur mikil áhrif á það hvernig við tjáum okkur. Þeir sem eru ákveðnir hafa sterka sjálfsmynd og standa með sjálfum sér, þora að horfa í augun á fólki segja hvað þeir vilja eða vilja ekki., þeir sem eru feimnir eða óákveðnir eru gjarnir á að láta fólk valta yfir sig eða segja frekar já þó þeir meini nei. Þeir sem eru með frekjulega hegðun virða ekki mörk eða tilfinningar annarra og valta yfir manneskjuna. Verkefni 6 Ákveðni, feimni eða frekja? Bls. 15–17 Aðföng • Mynd 7 • Mynd 8 • Mynd 9 • Verkefni - hlutverkaleikur Aðferð Skoðið myndir 7–9 hvernig framkoma okkar getur annað hvort verið ákveðin, feimin eða frekjuleg. Ræðið jafnframt að okkur getur stundum þótt erfitt að sýna ákveðni. Það er engu að síður mikilvægt að við þjálfum með okkur að sýna öðrum ákveðni og við þorum að segja já og nei eftir því hvað hentar okkur sjálfum á hverjum tíma. Við eigum aldrei að segja já bara til að þóknast öðrum. Við þurfum stundum að sýna sjálfstraust þegar við segjum nei, aldrei segja já við einhverju sem þú ert ekki viss um bara til að þóknast öðrum ef þú gerir það, þá ertu ekki að standa með sjálfum þér. Verkefni Fáið nemendur til að draga miða með eftirfarandi setningum sem eru hér að neðan og leika atriðin þar sem þau sýna eftirfarandi hegðun: Ákveðna, feimna eða frekjulega. Látið hina nemendurnar giska hverskonar hegðun verið er að leika: • Hvað er klukkan? • Hvenær kemur bílinn? • Má ég aðeins komast?

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 11 2. Líkaminn og líkamleg mörk Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag: • Líkaminn • Einkastaðir líkamans • Líkamleg mörk Verkefni 1 Líkamsheitin bls. 20–23 Aðföng • Mynd 1. Prentið út á A3 blað (einnig hægt að fá lánaðar dúkkur hjá RGR) • Mynd 2. Klippið út og plastið hvert orð fyrir sig • Kennaratyggjó til að setja á litlu miðana með líkamsheitunum (mynd 2) • Verkefni 1a og verkefni 1b • Fylgiskjal 1 til ljósritunar á bls. 58. Aðferð Ræðið að allir líkamar eru einstakir og persónulegir. Þeir eru í öllum stærðum, gerðum og litum. Það er mikilvægt að vera forvitin um líkama okkar til að læra um hann og inn á hann. Því betur sem við þekkjum líkamann því auðveldara verður fyrir okkur að skilja hann og hugsa vel um hann. Skoðið mynd 1 af ólíkum líkömum (eða dúkkur). • Ræðið í hverju líkamlegur mismunur felst? • Fáið nemendur til að nefna helstu líkamsheitin með því að benda á þau. • Klippið út miða, sjá mynd 2, og leggið miðana á borðið. Fáið nemendur til að draga einn miða í senn og setja á réttan stað á líkamana á mynd 1. (Sjá fylgiskjal 1 til ljósritunar aftast í kennsluleiðbeiningunum). • Fáið næst nemendur til að vinna verkefni 1a og 2b með því að tengja orðin við réttu staðina á líkamanum. • (Athugið að verkefni 1 og 2 eru sambærileg og myndir 1 og 2 en þau geta verið góð upprifjun. Metið hverju sinni hvort bæði verkefnin eru notuð eða bara annað þeirra.)

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 12 Verkefni 2 Einkastaðir líkamans bls. 24–28 Aðföng • Mynd 3 • Mynd 4 • Miðar til að skrifa á • Verkefni 2 • Verkefni 3 • Verkefni 4 Aðferð Útskýrið að hugtakið einkastaðir líkamans vísar til eftirfarandi líkamsparta, píku og typpis sem við köllum líka kynfæri, rass og brjósta. Sjá mynd 3. Nefnið öll orðin sem við höfum heyrt og kunnum sem eru notuð yfir einkastaði líkamans, (typpi, rass, píka og brjóst). Skrifum orðin á miða og setjum á töfluna. Ræðið hvaða orð eru rétt og viðeigandi að nota þannig að allir skilji. Fáið nemendur til að leysa verkefni 2 með því að lita hringina græna sem eru ekki einkastaðir líkamans og hina rauða sem eru einkastaðir líkamans. Skoðið næst mynd 4 og ræðið. • Við hyljum einkastaði líkamans með nærfötum og sundfötum. • Við hyljum einkastaði líkamans þegar við erum á almannafæri, t.d. í skólanum, strætó, stofunni, eldhúsinu. • Ef þú vilt snerta eða klóra einkastaðina þarftu að bíða þar til þú kemst í einkarými. Ræðið að þegar við förum í sund notum við sundföt sem er fatnaður úr sérstöku efni til að skýla einkastöðum líkamans. Fáið nemendur til að teikna sundföt eða lita yfir staðina í verkefni 3 og 4. Verkefni 3 Hverjir mega sjá okkur nakin? Bls. 29 Aðföng • Mynd 5 • Mynd 6 Aðferð Spyrjið nemendur hverjir megi sjá þau nakin til dæmis þegar þau eru að afklæðast eða klæða sig í föt? (Sýnið ef til vill myndir af fólki sem það umgengst og ræðið að aðeins fólk sem þau treysta og þekkja vel megi sjá þau nakin, annað gildir samt um sund og búningsklefa eða læknisskoðun.) Ræðið mikilvægi þess að nota slopp eða handklæði til að vefja um sig, til að hylja einkastaðina þegar farið er á milli herbergja, sbr. ekki labba nakin um fyrir framan aðra heimilisfólk eða jafnvel gesti, til dæmis vini systkina. Lesið sögur hér að neðan um persónulegt rými, handklæði og náttsloppinn, sýnið mynd 5 og 6. Ræðið því næst um það sem við getum lært af þessum sögum. Persónulegt rými (mynd 5) Ég heiti Ari og ég er 16 ára. Ég bý með mömmu, pabba og yngri bróður mínum sem er 10 ára. Ég á mitt eigið herbergi en ég deili restinni af íbúðinni með fjölskyldunni. Mamma er búin að segja að við þurfum að banka á dyrnar á svefnherbergjum og á baðherberginu áður en við förum inn ef hurð er

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 13 lokuð. Það er vegna þess að þetta er einkarými. Ef enginn er þar þá get ég farið inn. Ef einhver er í herberginu/baðinu þá bíð ég þar til viðkomandi segir að það sé í lagi að koma inn. Það sem við getum lært af sögunni hans Ara • Það eru alltaf einkarými á öllum heimilum, eins og baðherbergi og svefnherbergi. • Mikilvægt er að banka á dyr einkarýmis áður en við förum inn. • Ef enginn er í herberginu er í lagi að fara inn en annars þurfum við að bíða þar til hinn aðilinn segir að við megum koma inn. Náttsloppur eða handklæði (mynd 6) Náttsloppur eða handklæði ​ Ég heiti Lóa og er 14 ára. Ég bý með foreldrum mínum og litla bróður sem er 7 ára. Ég á sérherbergi. Áður en ég fer í sturtu klæði ég mig stundum úr fötunum inni í herberginu mínu sem er einkarýmið mitt og fer síðan inn á bað. Ég passa alltaf upp á að fara í náttsloppinn minn eða vefja um mig handklæði áður en ég fer inn á bað, svo ég gangi ekki um allsber. Þegar ég kem inn á bað fer ég úr sloppnum eða tek handklæðið af mér og loka hurðinni áður en ég fer í sturtu. Þegar ég er búin í sturtu þurrka ég mér og klæði mig í fötin. Ef ég vil gera það inni í herberginu mínu fer ég á sloppnum aftur inn í herbergið eða vef utan um mig handklæðið. Það sem við höfum lært af sögunni hennar Lóu: • Við göngum ekki um nakin innan um annað heimilisfólk heima hjá okkur þó svo að við ætlum bara rétt að skreppa í sturtu. Verkefni 4 Líkami minn og líkamleg mörk bls. 31 Aðferð Skoðið mynd 7 • Þú átt þinn líkama – Þú ræður • Þú stjórnar ferðinni • Með líkama þínum • Orðum • Það hjálpar þér að setja mörk • Það er í lagi að segja NEI ef þú vilt ekki að einhver snerti þig eða faðmi Enginn má snerta einkastaði þína nema með þínu samþykki; sama gildir um þá sem aðstoða þig við böðun eða á snyrtingu og heilbrigðisstarfsfólk.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 14 Verkefni 5 Líkamleg mörk og persónulegt rými bls. 32 Aðföng • Mynd 8 Aðferð Sjá mynd 8. Við eigum öll okkar persónulega hring, við getum ímyndað okkur að það sé húlahopp hringur samanber fyrsta myndin. Þegar við stöndum inni í hringnum getum við hugsað okkur að allt sem er innan hans frá toppi til táar sé okkar persónulega rými. • Persónulegt rými er staðurinn sem þú vilt hafa á milli þín og annarrar manneskju. Ef þú ætlar að snerta einhvern þarftu að fara inn fyrir hans persónulega rými og fá samþykki fyrir snertingunni. Sjá mynd 2 á mynd 8. • Stundum er í lagi að fara inn fyrir þennan hring eins og þegar við erum að faðma fjölskyldumeðlimi. Við leyfum til dæmis systkinum okkar eða aðilum sem við treystum að koma stundum inn fyrir okkar persónulega rými en ekki einhverjum ókunnugum. Samanber það sem mynd 3 sýnir á mynd 8. Það er mismunandi hvernig er hvernig við upplifum persónulegt rými; um það gilda reglur: • Hvenær og hverjum við gefum leyfi fyrir því að koma inn í hringinn okkar. • Virða ef fólk samþykkir ekki að hleypa manni inn í sinn hring samanber á fjórðu mynd á bls. 32. Það er alltaf mikilvægt að spyrja hvort við megum faðma viðkomandi og virða það ef við fáum nei. Verkefni 6 Líkamleg mörk – Að lykta af öðru fólk bls. 33 Aðföng • Mynd 9 Aðferð Skoðið mynd 9 og ræðið hvort þetta sé í lagi eða ekki. (Það er aldrei í lagi að fólk komi upp að manni og þefi). Það er augljóst að þessari konu líkar þetta ekki, henni finnst þetta skrítið og það er verið að fara yfir hennar líkamlegu og persónulegu mörk. Ræðið að almennt vill fólk vill ekki láta lykta af sér, stundum segir fólk sem þekkir mann vel að það sé góð lykt af manni t.d. eins og þegar maður er með nýtt ilmvatn/rakspíra eða er nýkomin/n úr baði/sturtu. Það getur verið í góðu lagi. Ef einhver sem þú þekkir ekki eða lítið kemur með athugasemd af þessu tagi er það óviðeigandi. Stundum gæti maður beðið einhvern sem maður þekkir vel að finna lyktina t.d. af sjampóinu sem maður var að nota til að fá álit viðkomandi.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 15 3. Hreinlæti Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Hreinlæti • Hreinlætisvörur • Hreinn fatnaður Verkefni 1 Hreinlæti tékklisti bls. 36–37 Aðföng • Verkefni 1a og 1b. Aðferð Ræðið mikilvægi þess að við séum hrein og snyrtileg og að við þurfum sjálf að bera ábyrgð á hreinlæti okkar eftir því sem við verðum eldri. Fáið nemandann til að merkja inn á töflu 1a og 1b og ræðið af hverju hreinlæti er mikilvægt: • Sturtu/bað á hverjum degi eða annan hvern dag – það kemur vond lykt af manni, hárið fitnar og það lyktar ef það er ekki þvegið. • Ef við burstum ekki tennur verðum við andfúl og meiri hætta er á tannskemmdum. • Við notum svitalyktareyði svo að við lyktum vel. • Klippum neglur á fingrum og tám, pössum upp á að það komi ekki sorgarrendur. • Við þvoum okkur um hendur oft yfir daginn, t.d. þegar við erum búin á salerni, snertum óhreinindi, klöppum gæludýrum og áður en við snertum matvæli og áður en við förum að borða. • Greiðum hár svo það verði ekki flókið. • Rökum skegg og hár undir höndum, þau sem það kjósa. Verkefni 2 Eru fötin hrein eða óhrein? Bls. 38–39 Aðföng • Verkefni 2a og 2b Aðferð Ræðið mikilvægi þess að við séum hrein og snyrtileg til fara, það er ekki nóg að fara reglulega í sturtu. Við þurfum líka að passa upp á fötin því það getur komið vond lykt af þeim eins og okkur sjálfum ef þau eru ekki hrein. Það á aldrei að fara aftur í óhrein nærföt og föt eftir sturtu/bað. Ræðum að það er misjafnt hvað við getum oft notað sömu flíkina áður en hún er þvegin. Ef komnir eru blettir í hana þarf yfirleitt alltaf að þvo hana nema að hægt sé að ná þeim úr með klút. Merkið inn á töfluna í verkefni 2a og 2b hversu oft þarf að skipta um og þvo flíkur.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 16 Verkefni 3 Sjampó og hárnæring Aðföng • Myndir eða sýnishorn af mismunandi tegundum af sjampói og hárnæringu til að leyfa nemendum að lykta af og skoða. • E.t.v. dúkkur með hár sem má þvo. Aðferð Ræðið mismunandi hárgerðir, hárgerð tengist einnig litarhætti okkar og grófleiki hárs er mismunandi. Hvernig hárgerð er kennarinn með? En nemendur? Hvernig sjampó myndi henta hárgerð nemandans? Sumir sem eru með krullað og þurrt hár og nota stundum hárolíur og ákveðnar tegundir af sjampói. Skoðið hárnæringu og ræðið af hverju við notum hana. Þvoið hár á dúkku ef það er hægt og sýnið hvað er hæfilegt magn af sjampói sem á að nota. Þá er mikilvægt að skola sjampóið vel úr hárinu. Setjið því næst hárnæringu í hárið og skolið. Verkefni 4 Snyrtivörur fyrir öll bls. 40–42 Aðföng • Mynd 1 • Snyrtibudda (eign skólans eða kennarans) með helstu snyrtivörum: sjampó, hárnæring, svitalyktareyðir, rakvél/háreyðingarkrem, blautklútar annars vegar fyrir andlit og hins vegar fyrir kynfæri, tannbursti, tannkrem, tannþráður, naglaklippur, plokkari, andlitsvatn, andlitskrem, rakakrem á líkamann, ilmvatn, rakspíri, raksápa, dömubindi og fleira. Leyfið nemendum að handfjatla vörurnar í snyrtibuddunni, skoðið einn og einn hlut í einu. • Verkefni 3a og 3b Aðferð Skoðið mynd 1 og eða sýnið samhliða hlutinn úr snyrtibuddunni og spyrjið til hvers þetta sé notað og við hvaða líkamshluta viðkomandi vara sé notuð. Ræðið mikilvægi þess að nota ilmvatn og rakspíra rétt. Ræðið hvað er í lagi að spreyja oft (ath. hámark 2 sinnum á hvorn stað). Ef við spreyjum of oft getur það orðið óþægilegt fyrir aðra sem eru í kringum okkur, of mikil ilmvats- eða rakapíralykt er aldrei góð. Fáið síðan nemandann til að tengja vöruna við réttan líkamshluta, það er hvar þessi vara er notuð á líkamanum í verkefnum 3a og 3b. Athugið: Notið aldurssamsvarandi snyrtivörur, sbr. hreinsivörur fyrir farða, dömubindi, raksápu, rakvél og fleira. Verkefni 5 Daglegt skipulag bls. 43 Aðföng • Mynd 2 Aðferð Fyrir suma getur verið gott að búa sjónrænt skipulag um hvað þau gera á hverjum degi til að vera hrein og snyrtileg. Fáið nemendur til að tengja athöfn við klukkuna, þ.e. hvenær er líklegt á þessi athöfn eigi sér stað yfir daginn.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 17 Verkefni 6 Hreinlæti og kynfæri Aðföng Kennslumyndbönd á youtube um hvernig á að þrífa kynfærasvæðið. Píka Typpi Aðferð • Þegar einstaklingur er kominn vel inn í kynþroskann þarf að huga vel að því hvernig á að þrífa kynfærin. • Það þarf að passa að setja ekki sterka sápu inn í píkuna heldur þvo hana með mildri sápu að utan. • Þrífa á typpið reglulega undir forhúðina. • Skoðið myndir á ofangreindum vefslóðum og ræðið mikilvægi þess að hugsa um hreinlæti kynfæranna og nota milda sápu. Verkefni 7 Almennt hreinlæti bls. 44–48 Aðföng • Verkefni 4-7 Aðferð • Leysið verkefni 4-7 með því að merkja við réttar staðhæfingar. • Ræðið einnig um hverja mynd, hvaða áhrif það getur haft á þá sem eru nálægt okkur ef við erum skítug, jafnvel illa lyktandi, með illa hirt hár. Ef við burstum ekki tennur, klippum ekki neglur eða förum reglulega í bað getur fólki fundist óþægilegt að vera nálægt okkur. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd okkar og líðan ef við hirðum ekki vel um okkur. Verkefni 8 Afmæli Dísu bls. 49 Aðföng • Mynd 3 Aðferð Skoðið söguna um Dísu og mynd 3. Dísa var að fara í afmæli til vinkonu sinnar. Hún var í nýju peysunni sinni sem var mjög flott og hún vildi eiginlega ekki fara úr henni. Áður en hún fór sagði mamma hennar að hún yrði að fara úr peysunni sem væri svo skítug að hún gæti alls ekki farið í henni og hún yrði ekki orðinn þurr ef þær myndu þvo hana. Dísa var afar ósátt við mömmu sína og fannst peysan ekkert skítug. Hún neitaði að fara úr henni og fór í peysunni í afmælið. Þegar Dísa kom í afmælið var ein stelpa sem sagði við hana: „Úps, sjá peysuna þína. Hún er öll í blettum!“ Dísu leið ekki vel með þetta og vildi óska þess að hún hefði hlustað betur á mömmu sína og farið í aðra peysu. Henni leið ekki vel í afmælinu og hún fattaði að hún var óhrein og fór fljótt heim.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 18 4. Einkarými og almannafæri Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag: • Einkarými og almannafæri • Hegðun í einkarými og á almannafæri • Umræðuefni í einkarými og á almannafæri Verkefni 1 Einkarými og almannafæri bls. 52–53 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 Aðferð Útskýrið muninn á einkarými og almannafæri, sjá mynd 1. Ræðið muninn á mikilvægi þess að loka dyrum þegar við þurfum næði. Við drögum einnig fyrir gardínur til að tryggja enn frekar að aðrir geti ekki séð inn til okkar sjá mynd 2. Verkefni 2 Heimilið mitt og almannafæri bls. 54 – 57 Aðföng • Mynd 3 • Myndir 4a og 4b eða myndir sem sýna raunveruleg rými eins og svefnherbergi, stofu, eldhús, gang, salerni, (fáið ef til vill foreldra og skammtímadvöl til að senda myndir af þessum rýmum á heimili nemandans og frá stuðningsfjölskyldu þegar það á við). • Verkefni 1 Aðferð Ræðið aftur um hugtökin einkarými og almannafæri (sbr. mynd 1 úr verkefni 1) og útskýrið mynd 3 einkarými – einn og almannafæri – margir. Plastið inn myndir númer 4a og 4b til að nota síðar. Skoðið myndirnar. Setjið myndir í bunka. Dragið eina mynd úr bunkanum og setjið undir viðeigandi flokk; einkarými/almannafæri (táknmynd einn/margir). Athugið jafnframt að nefna að stundum viljum við hafa dregið frá í herberginu eins og til dæmis á daginn. Einnig stundum dregið fyrir, sérstaklega þegar við förum að sofa og við viljum að enginn geti séð inn til okkar.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 19 Verkefni 3 Hegðun og snerting í einkarými og á almannafæri bls. 58–61 Aðföng • Mynd 5a og 5b • Verkefni 2 • Myndir 5a og 5b af einstaklingum og alls konar hegðun. ◌ Sjá einnig t.d. myndir úr seinni hluta lífsleiknisögunnar um Einkarými og almannafæri. Myndir sem sýna allskonar hegðun (sbr. fara á wc, prumpa, bora í nef, ropa, spjalla saman, sjálfsfróun í búningsklefa eða á baðströnd). Plastið myndir til að nota aftur síðar. • Verkefni 2 eða notið A3 blað eða töfluna til að vinna verkefnið. Aðferð Setjið viðeigandi tákn fyrir einkarými og almannafæri á A3 blað eða notið tákn úr verkefni 2. Skoðið myndir 5a og 5b. Takið eina eða tvær myndir fram í einu og leyfið nemandanum að velja um hvort þessi hegðun er viðeigandi í einkarými eða á almannafæri. Verkefni 4 Hvar og hvenær er í lagi að vera nakið/n/nn?/Hegðun í einkarými og á almannafæri Aðföng Skoðið myndir (til dæmis af neti eða myndir úr lífsleiknisögunni, Einkarými og almannafæri). Aðferð Skoðið myndir sem sýna mismunandi aðstæður (búningsklefa, sund, leikfimi, fataherbergi, strönd, herbergi, baðherbergi). Ræðið við hvaða aðstæður við erum nakin • Þegar við þvoum okkur, förum í sturtu/bað. • Þegar við skiptum um föt eða erum að hátta okkur. • Þegar við förum í sund eða leikfimi. Ræðið að við erum alltaf nakin í stutta stund í senn, samanber þegar við erum að skipta um föt, háttum okkur og förum í náttföt, þá erum við alltaf í einkarými. Ræðið mikilvægi þess að halla eða loka hurðinni á meðan við skiptum um föt eða erum að hátta okkur, einnig ef við viljum vera í friði. Fólk þarf að banka áður en það kemur inn til okkar ef hurðin er lokuð.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 20 Verkefni 5 Klæðnaður í samræmi við athafnir og veður Aðföng • Notið myndir af neti eða úr tímaritum af mismunandi fatnaði og árstíðum. Aðferð Ræðið: Af hverju erum við í fötum? (Til að hylja líkamann, til að tjá okkur fyrir ákveðna vinnu eða athafnir, til að okkur sé hlýtt og við séum þurr). Sýnið ef til vill myndir af mismunandi veðri: Vor, sumar, vetur og haust (rigning, snjór, rok og sól) og hvernig fólk klæðir sig í samræmi við veður. Sýnið hvernig fólk klæðist mismunandi fatnaði í tengslum við hvað það er að gera; sund, leikfimi, hlaup, fjallganga. Ræðið af hverju við erum í undirfötum – hvað eiga þau að hylja? Verkefni 6 Hvaða föt eru við hæfi? Aðföng • Notið myndir af netinu eða úr tímaritum sem sýna hvernig við klæðumst við ólík tilefni. Aðferð Það er mismunandi hvaða fatnaður hentar hverju sinni og er þægilegur. Þegar við hreyfum okkur notum við fatnað sem er þægilegt að hreyfa sig í eins og einhvers konar íþróttaföt. Stundum klæðumst við fínum fötum við ákveðin tilefni og erum þá ekki í sama fatnaði og þegar við förum í vinnu eða skóla. Verkefni 7 Umræðuefni: Sumt er einkamál annað ekki bls. 61 Aðföng • Verkefni 3 • Kennaratyggjó Aðferð Ræðið að sumt umræðuefni á heima í einkarými á meðan annað umræðuefni má ræða á almannafæri. Sumt er einkamál sem aðrir þurfa og eiga ekki að vita og á betur við að ræða um þegar við erum ekki þar sem margir geta heyrt um hvað við erum að tala. Spyrjið hvort einhver kannist við orðið einkamál? Útskýrið hvað orðið einkamál þýðir: • Einkamál er eitthvað sem er persónulegt og við viljum ekki að aðrir heyri nema manneskja sem við treystum vel. Einkamál getur líka verið ákveðin hegðun eins og til dæmis þegar við förum á snyrtinguna þá lokum við hurðinni til þess að aðrir komi ekki og trufli eða sjái okkur. Sumt umræðuefni er persónulegt á meðan annað umræðuefni er ópersónulegt. Persónulegt umræði er oftast einkamál eða eitthvað sem maður vill ekki að allir heyri eða viti um. • Flokkið setningarnar í verkefni 3 í tvo dálka annars vegar það sem er ópersónulegt og er í lagi að ræða um á almannafæri og hins vegar það sem er persónulegt og á eingöngu heima í einkarými eða þar sem hægt er að vera í næði.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 21 Verkefni 8 Einkarými eða almannafæri? Bls. 62–63 Aðföng • Mynd 6 • Mynd 7 Aðferð • Mynd 6. Spyrjið nemendur er þetta í einkarými eða almannfæri? Einkarými er staðurinn sem þú ert einn og enginn getur séð þig ef þú lokar hurðinni og dregur fyrir. • Mynd 7. Spyrjið nemendur er þetta í einkarými eða almannfæri? Búðin er almannafæri. Það getur verið fleira fólk í búðinni og þú séð það eða það getur séð þig.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 22 5. Góð og vond snerting Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Góð, ruglandi eða vond snerting • Snerting í einkarými og á almannafæri • Persónulegur hringur • Umferðaljós og snerting • Samþykki og snerting Verkefni 1 Tákn bls. 66–68 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 • Mynd 3 • Fylgiskjöl til ljósritunar með táknum Aðferð Skoðið táknin á mynd 1 það getur verið gott að nota þau í tengslum við hvað er í lagi og hvað er ekki lagi í tengslum við snertingu. Þá getur líka verið ágætt að hugsa umferðaljós í tengslum við snertingu, sjá mynd 2. Sum snerting er í lagi og getur verið góð (grænt ljós) eða ruglandi það er við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um snertinguna, erum ekki alveg viss (gult ljós) eða þá að hún er beinlínis vond (rautt ljós). Mikilvægt er að leita til aðila sem við treystum þegar við erum ekki viss hvað okkur fannst eða okkur finnst snertingin vond sjá mynd 3. Verkefni 2 Góð eða vond snerting? Bls. 69–77 Aðföng • Mynd 1 (úr verkefni 1) • Myndir 4-9 • Verkefni 1 • Fylgiskjöl til ljósritunar. Sambandshringurinn: Snerting Aðferð Notið táknmyndir úr mynd 1. Klippið út myndir 4–9 og plastið til að nota síðar. Táknmyndir eru til ljósritunar í fylgiskjölum. Fáið nemendur til að flokka í 3 bunka, það er hvaða snerting er góð, ruglandi/ekki viss og hvaða snerting er vond undir rétt tákn í verkefni 1.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 23 Verkefni 3 Snerting í einkarými eða á almannafæri Aðföng • Myndir úr verkefni 1 með góðri snertingu. • Táknmyndir fyrir einkarými og almannafæri úr kafla 4 mynd 1. Aðferð Flokkið myndirnar undir réttu táknmyndina (sem sýna annars vegar einkarými og hins vegar almannafæri), eftir því á hvorum staðnum snertingin á betur heima. Ræðið ef snertingin er einkamál eða náin eins og til dæmis þegar fólk er að kela, þá getur það verið óviðeigandi og stundum óþægilegt fyrir aðra sem eru í sama rými að vera viðstaddir og því á snertingin heima í einkarými. Verkefni 4 Persónulegt rými og snerting bls. 76–79 Aðföng • Band/hnykill • Mynd 11 • Mynd 12 • Mynd 13 • Verkefni 2 Einnig hægt að nota dúkkur (í eigu RGR). Aðferð Við erum búin að ræða áður um persónulegt rými sem við viljum ekki að fólk stígi inn fyrir nema með okkar samþykki. Við þurfum líka alltaf að muna sjálf að virða persónulegt rými annarra. Mikilvægt er að við veltum einnig fyrir okkur hversu langt bilið á að vera á milli fólks þegar það talar saman. Ef við stöndum of nálægt getur það orðið óþægilegt fyrir manneskjuna sem verið er að tala við. Sjá mynd 11. Gott er að hafa bilið um handleggslengd á milli okkar og þess sem við erum að tala við. Leikur: Búum til hring t.d. með bandspotta eða húsgögnum. Minnkum síðan hringinn í þremur skrefum. • Í fyrsta skrefi höfum við nægt rými fyrir alla inni í hringnum. Spyrjið nemendur hvernig þeim líði með það. • Í öðru skrefi minnkum við hringinn meira þannig að við höfum um það bil handleggsbreidd á milli allra í hringnum. • Í þriðja skrefi er hringurinn hafður enn þá minni þannig að fólk stendur þétt og allir eru klesstir saman. • Spyrjið nemendur hvernig þeim líði með þessar fjarlægðir sem er á milli þeirra í öllum þremur skrefunum. Ræðið hvort það sé þægilegt eða óþægilegt að standa svona þétt upp við aðra manneskju? Búið aftur til hring 2 (skref 2) þar sem hægt var að hafa handlegg á milli og spyrjið nemendur hvernig þeim líki þessi fjarlægð. Endurtakið að það þurfi að vera handleggur á milli til að við virðum persónulegan hring manneskjunnar sem við erum að tala við. Góð snerting getur orðið óþægileg, ruglandi eða beinlínis vond ef einhver kemur við þig á þann hátt sem þér líkar ekki og þú hefur ekki gefið samþykki fyrir eins og t.d. ef kynfæri þín eru snert. Mikilvægt er að fara aldrei yfir mörk annarrar manneskju með því að snerta hana án samþykkis hennar eða með óviðeigandi hætti, eða leyfa annarri manneskju að snerta þig og fara yfir þín líkamlegu mörk. Skoðið mynd 12 hvernig snerting getur verið margvísleg, hún getur verið góð, ruglandi eða vond.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 24 Ræðið hvaða líkamsparta er í lagi fyrir vini að snerta og leysið næst verkefni 2 með því að merkja X inn á myndina þar sem er í lagi fyrir vini að snertast. Hægt er að æfa hvernig við snertum hvert annað sem vinir og félagar með því að fara í hlutverkaleik eða nota dúkkur til að leika snertingu á meðal vina. Ræðið hvað við getum gert ef við erum ekki viss um hvað okkur finnst um snertinguna. Fáðu álit og ráð hjá traustum vini um hvað honum finnst um snertinguna og hvernig þú getur brugðist við ef þú lendir aftur í svipuðum aðstæðum. Skoðið að lokum mynd 13 og ræðið hvað þú getur gert ef einhver reynir að snerta þig án þíns samþykkis: • Vertu ákveðin og horfðu í augu viðkomandi • Segðu NEI • Segðu STOPP • Segðu nei með líkamanum • Farðu úr aðstæðum ef þú getur – gangtu í burtu og farðu þangað sem þú ert örugg • Talaðu við einhvern sem þú treysti • Hverjum treystir þú? Ræðið. Verkefni 5 Samþykki bls. 80 Aðföng • Mynd 14 Aðferð Ræðið að stundum þurfum við að taka ákvarðanir um líkama okkar og persónuleg mörk. Það kallast samþykki þegar við þurfum að taka ákvarðanir um hvort snerting er í lagi ef einhver vill snerta okkur. Samþykki þýðir að gefið er leyfi fyrir ákveðinni tegund af snertingu til dæmis þegar hún er af læknisfræðilegum ástæðum, vinalegri snertingu eða náinni kynferðislegri snertingu, sjá mynd 14. Við höfum rétt til að ákveða hvenær, hvar og hvernig við leyfum öðrum að snerta líkama okkar. Við megum hætta við og segja nei ef við viljum ekki meira af þessari snertingu, þó svo að við sögðum já í upphafi. Við verðum einnig alltaf að virða mörk annarra og aldrei að snerta nema samþykki sé veitt. Samþykki er mikilvægasti þáttur í öllum samböndum.

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 25 Verkefni 6 Samþykki og snerting bls. 81–82 Aðföng • Verkefni 3 • Verkefni 4 Aðferð Ræðið að flest fólk er almennt ekki að snertast nema það þekkist vel. Það vill kannski sýna þér umhyggju eins og til dæmis með því að faðma þig eða það vill rétta þér hjálparhönd. Það er allt í lagi svo lengi sem þú samþykkir það og ert sátt/ur við snertinguna á sama hátt verður þú verður alltaf að leita eftir samþykki sjálfur áður en þú snertir viðkomandi. Ræðið jafnframt að fáir mega snerta kynfæri þín. Fólk sem myndi vilja gera það er: Foreldrar/aðstandandi/stuðningsaðili til að aðstoða með hreinlæti. Læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraflutningamenn í tengslum við læknisskoðun. Kærasta/kærasti/kærast með þínu samþykki. Leysið verkefni 3 og 4, ræðið hvort eftirfarandi er í lagi eða ekki í lagi þessum verkefnum? Skoðið bæklinginn um misnotkun: Verum örugg

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 26 6. Sambönd Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Sambönd • Sambandshringir og litir • Sambönd og umræðuefni • Sambönd og snerting • Lög og reglur um sambönd Verkefni 1 Allskonar sambönd bls. 85–87 Aðföng • Mynd 1 • Verkefni 1 • Verkefni 2 Aðferð Ræðið að við tengjumst fólki með ólíkum hætti. Við getum skipt samböndum okkar við annað fólk í 6 flokka sem við ætlum að skilgreina út frá litum, sjá mynd 1. Fjólublátt: Ég Blátt: Fjölskylda/maki, besti vinur Grænt: Frændfólk, vinir/vinnuvinur, Gult: Kennarar, þjálfarar, bekkjarfélagar vinir vina minna Appelsínugult: Fólk sem ég þekki lítið,t.d. bílstjórinn, fólk í búðinni, nágrannar Rautt: Ókunnugir Leysið verkefni 1, fáið nemandann til að skrifa inn á töfluna eða setja myndir af fólkinu sínu inn í rétt box, einnig er hægt að nota A3 blað ef notaðar eru ljósmyndir svo að þær komist betur fyrir í boxunum. Leysið næst verkefni 2 með því að setja hugtökin sem eru fyrir neðan töfluna í viðeigandi box.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=