Kynningarskrá 2025

97 Samfélagsgreinar Lífsleikni | mið- og unglingastig Fjármálalæsi – Fjármál einstaklinga | K Fjármálalæsi er fjölbreytt kennsluefni sem byggist á spili sem kallast Splæs. Í spilinu eru 32 spil sem má prenta út og klippa niður. Markmiðið er að gera fjármálafræðslu lifandi og skapandi, þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða, skilja og nota lykilhugtök úr heimi fjármála. Á ferð og flugi í umferðinni | V | V | K Í bókinni er fjallað um helstu atriði er varða umferð og öryggi í umferðinni. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem miða að því að efla vitund og skilning á umferðarreglum, ábyrgð og hegðun gangandi og hjólandi vegfarenda. Allir spenntir | V | V | K Námsefninu er ætlað að vekja nemendur til umhugsunar um umferð og öryggi í umferðinni. Fjallað er um m.a. umferðarmenningu, merkingar, öryggisbúnað ökutækja, ábyrgð, akstursaðstæður og áhættuhegðun. Lýðræði | K Þrjár handbækur með kennsluáætlunum um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindamenntun fyrir mismunandi skólastig. Uppvöxtur í lýðræði: Fyrir grunnskóla. Kennarar fá verkfæri til að flétta lýðræðislega borgaravitund inn í nám og daglegt skólastarf. Lifað í lýðræði: Fyrir efri bekki grunnskóla. Nánar farið í lýðræðislega borgaravitund og mannréttindamenntun með skýrum kennsluáætlunum og tillögum að skipulagi kennslustunda. Þátttaka í lýðræði: Fyrir framhaldsskóla. Lagt er upp með verkefni og kennsluáætlanir sem efla skilning nemenda á lýðræði og mannréttindum og styrkja getu þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu. Þátttaka í lýðræði Kennsluáætlanir um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindi (MLB/MRM) fyrir framhaldsskólastig Rolf Gollob, Peter Krapf og Wiltrud Weidinger (ritstjórar) MLB/MRM III. bindi NÁMSGAGNASTOFNUN Mennta- og menningarmálaráðuneytið Evrópuráðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=