96 Samfélagsgreinar Lífsleikni | mið- og unglingastig 68 æfingar í heimspeki | N Í bókinni eru 68 fjölbreyttar æfingar sem henta í flestum námsgreinum og styðja við umræðu, rökræður og heimspekilega hugsun. Æfingarnar eru í níu efnisflokkum. Í þeim er meðal annars unnið með heimspekilegar upphitunaræfingar, fjallað um siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur. Markmið bókarinnar er að þjálfa nemendur í að spyrja, hugsa sjálfstætt, rökræða af virðingu og ígrunda eigin skoðanir og annarra. Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti | N | N | K Nemendur kynnast ýmsum hliðum jafnréttis svo sem kynjajafnrétti, réttindum fatlaðs fólks, jafnrétti óháð kynhneigð, milli fólks með ólíkan húðlit, tungumál og uppruna. Bókin veitir innsýn í sögulegt samhengi jafnréttisbaráttu, bæði á Íslandi og erlendis. Hún hentar vel til að ýta undir samræður og virka þátttöku í umræðum um mannréttindi og fjölbreytileika. Ertu? | N | N | K Vinnuhefti þar sem áhersla er á sjálfsmynd, tilfinningagreind og samskiptafærni. Nemendur fá tækifæri til að íhuga eigin tilfinningar, hegðun og viðhorf og velta fyrir sér spurningum sem snúa að þeim og hlutverki þeirra í samfélaginu. Markmiðið er að styrkja sjálfsmynd. Auraráð – Vinnuhefti um fjármál | N | N | K Einnota vinnuhefti um fjármál einstaklinga með verkefnum og upplýsingaleit. Fjallað er stuttlega um helstu fjármálatengd atriði í lífi einstaklinga, svo sem skatta, greiðslukort, lífeyrissparnað, lántökur, vanskil og rekstur heimilis. Hverju efni fylgja verkefni sem krefjast virkrar þátttöku, upplýsingaleitar og notkunar á netreiknivélum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=