95 Samfélagsgreinar Lífsleikni | mið- og unglingastig Myndamáttur | N Um er að ræða heildstætt þemaverkefni sem kallast Myndamáttur og er sjónræn og þátttökumiðuð kennsluaðferð. Efnið byggist á kennslu- og rannsóknaraðferð sem ber enska heitið photovoice og hefur það markmið að efla raddir ólíkra samfélagshópa með aðstoð ljósmynda. Aðferðin hefur reynst vel til að mæta síauknum menningarlegum margbreytileika í skólaumhverfinu enda er markmið þessa efnis að styðja ungt fólk að tengjast samfélagi sínu og samferðafólki á grunni ólíkrar reynslu og fjölbreyttra upplifana. Unnið er með fjölbreytt og skapandi ljósmyndaverkefni þar sem áhersla er lögð á að efla gagnrýna hugsun með mynd- og rýmislæsi nemenda. Í því felst að skoða hvernig bæði myndrænt og eiginlegt nærumhverfi nemenda getur haft mismunandi áhrif á einstaklinga og hópa. Hægt er að vinna verkefnin í ólíkum fögum, þvert á námsgreinar og aldursstig og út frá mismunandi áhersluatriðum. Rauði þráðurinn er að styrkja rödd ungs fólks og skapa þeim vettvang til að miðla ólíkri reynslu og upplifunum. Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna | K Heildstætt námsefni um geðrækt og vellíðan nemenda með áherslu á þátttöku og samræður. Tilgangur efnisins er að efla geðheilsu og vellíðan nemenda með því að kenna þeim aðferðir til að takast á við andlega vanlíðan áður en hún hefur áhrif á daglegt líf. Efnið byggir á verkefninu Geðrækt frá Embætti landlæknis og snýst um tíu einföld geðorð sem minna á hvað við getum gert sjálf daglega til að hlúa að andlegri heilsu. Hvert geðorð er unnið sérstaklega í gegnum samvinnu, samtöl og verkefni sem ýta undir virka þátttöku nemenda. MYNDAMÁTTUR GEÐORÐIN 10 LAGT Í VÖRÐUNA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=