Kynningarskrá 2025

94 Samfélagsgreinar Lífsleikni | yngsta stig Litli-kompás – Um mannréttindamenntun fyrir börn | VE Litli-Kompás er handbók ætluð kennurum. Í henni er fjallað um lykilhugtök tengd mannréttindum og réttindum barna og megináhersla lögð á 40 fjölbreytt verkefni sem efla meðvitund nemenda um mannréttindi í eigin nærumhverfi. Hugrún – Sögur og samræðuæfingar | N | N | V Hugrún er bók sem býður upp á heimspekilegar samræður við börn. Hún inniheldur 19 sögur sem fjalla um hugtök á borð við sannleika, skilning, frelsi, nísku, vináttu, mannlegt eðli, kærleik, fegurð, fréttir og fleira. Fræðslumyndir | M | K Hjólum og njótum! og Hjólum meira og njótum! Fræðslumyndir fyrir yngsta og miðstig grunnskóla um hjólreiðar sem heilsusamlegan og vistvænan ferðamáta. Fjallað er um öryggi hjólandi vegfarenda og góðar umferðarvenjur. Vegurinn heim Heimildarmynd um fjölmenningu á Íslandi. Byggð á viðtölum við börn innflytjenda sem lýsa lífi sínu og upplifun sinni af því að lifa milli ólíkra menningarheima. Katla gamla Leikin mynd um einelti og fyrirgefningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=