Kynningarskrá 2025

93 Samfélagsgreinar Lífsleikni | miðstig Ég og … sjálfsmyndin, samfélagið, umheimurinn | N | K Samfélagsgreinar hjálpa börnum að skilja veröldina í kringum sig, jafnt í nánasta umhverfi og í stærri samfélögum og um víðan heim. Þessar þrjár bækur – Ég og sjálfsmyndin, Ég og samfélagið og Ég og umheimurinn – skiptist í sjálfstæða kafla með sögum, fræðsluefni og verkefnum sem hvetja til ígrundunar, samræðu og virkrar þátttöku. Í Ég og sjálfsmyndin er lögð áhersla m.a. á sjálfsþekkingu, félagsmótun, lífsstíl, kynþroska og samfélagsleg álitamál. Ég og samfélagið fjallar um samfélög sem nemendur tilheyra, áhrif þeirra og réttindi og ábyrgð í stafrænu og raunverulegu rými. VÆNTANLEGT! Í Ég og umheimurinn eru heimsmarkmiðin, loftslagsmál, auðlindanýting, neysla, réttindi og menning sett í samhengi við ábyrgð einstaklingsins og hnattræn gildi. Grænu skrefin | N | K Í bókinni er lögð áhersla á að skerpa skynjun nemenda á náttúru og samfélag, þjálfa þau í að greina neysluvenjur og finna leiðir til að draga úr úrgangi og endurnýta. Efnið styður við sjálfbæra þróun með raunhæfum lausnum og verkefnum sem miða að því að efla umhverfisvitund og ábyrgð einstaklingsins. Réttindasmiðjan | N Fjallað er um mannréttindi, jafnrétti, fordóma, mikilvægi menntunar og sjálfsmyndina. Sérstök áhersla er lögð á að skoða réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og setja þau í samhengi við daglegt líf barna. Nemendur fá tækifæri til að setja sig í spor annarra og vinna skapandi verkefni í tengslum við viðfangsefnin. ÉG OG UMHEIMURINN er kennslubók í samfélagsfræði fyrir miðstig grunnskóla. Við eigum bara eina Jörð. Flókin samskipti manns og Jarðar stýrast meðal annars af mengun, vistspori og mannréttindum. Jörðin er rík af auðlindum og gefur okkur allt sem við þörfnumst. Við verðum að umgangast jörðina af virðingu og skila henni í góðu eða enn betra ástandi til næstu kynslóða. Höfundur er Garðar Gíslason. Myndhöfundur er Blær Guðmundsdóttir. ÉG OG UMHEIMURINN 7331 Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir ÉGOG UMHEIMURINN GARÐAR GÍSLASON Réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla Hanna Borg Jónsdóttir Réttindasmiðja NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=