Kynningarskrá 2025

92 Samfélagsgreinar Lífsleikni | yngsta stig Börn í okkar heimi – Lífsleikni | N | K | H Fjögurra bóka fræðsluflokkur fyrir yngsta og miðstig um erfið málefni samtímans. Bækurnar: Fátækt og hungur, Flóttamenn og farandfólk, Fordómar og þröngsýni og Stríð í heimi fjalla á viðkvæman og aðgengilegan hátt um stöðu barna í ólíkum og oft erfiðum aðstæðum. Efnið styður við samtal, samkennd og víðsýni meðal nemenda. Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur að umræðum, verkefnum og ítarefni. Aðgát í umferðinni og Góða ferð | N | K Nemendur fá fræðslu um umferð og öryggi á einfaldan hátt og leysa verkefni beint í bókina. Efnið eflir skilning á reglunum í umferðinni og hvetur til ábyrgðar og varúðar. Samvera | N | N | K Samvera er námsefni sem samanstendur af fjórum nemendaheftum sem miða að því að efla félagsfærni og samskiptahæfni nemenda. Í efninu eru notaðar svokallaðar klípusögur sem vekja spurningar og samræður um raunverulegar aðstæður úr daglegu lífi barna. Heftin eru m.a. Verum saman, Verum vinir og Vinnum saman. Spor 1, 2, 3 og 4 | N | K Fjögur stutt hefti byggð á fjölgreindarkenningu þar sem hver bók fylgir börnum á ákveðnu aldursstigi með sögum og persónum sem stuðla að tengingu og umræðum. Markmið bókanna er að efla sjálfsþekkingu, virðingu og jákvæð samskipti. Verum vinir Samvera Ræðum saman Samvera heima

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=