Samfélagsgreinar 91 Lífsleikni | yngsta stig Láttu mig vera! Áhyggjupúkar | N | N | Bókin fjallar á aðgengilegan hátt um hvernig áhyggjur og kvíði geta safnast upp hjá börnum og hvernig hægt er að bregðast við þeim á heilbrigðan hátt. Inni í bókinni eru umræðuspurningar og verkefni sem styðja við tilfinningastjórnun og eflingu tilfinningagreindar. Kyn, kynlíf og allt hitt | N | N | K Kyn, kynlíf og allt hitt er kynfræðslubók sem tekur til barna og fjölskyldna af öllum gerðum, kynjum og kynhneigðum þannig að öll börn og allar fjölskyldur ættu að geta speglað sig í bókinni. Bókin er á myndasöguformi þar sem fylgst er með fjórum börnum fræðast um kyn og kynlíf með virðingu, traust, ánægju og réttlæti að leiðarljósi. Bókin veitir nauðsynlegan grunn í kynfræðslu og er mikilvægur leiðarvísir um líkama, kyn og kynverund fyrir börn. Tísla | N | VE Bók sem tengist siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem börn geta upplifað við upphaf skólagöngu og hvernig hægt er að takast á við þær breytingar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bókin er ætluð kennurum til að leiða samverustundir með nemendum sínum þar sem rætt er um tilfinningar og hvernig vinna má með þær. Á vefnum eru auk þess myndir og nótur með Tísluvísu sem styðja við notkun efnisins. 257 Bókin Láttu mig vera, áhyggjupúkar fjallar um hvernig áhyggjur geta hlaðist utan á börn og valdið þeim kvíða. Þá er gott að geta leitað til einhvers með áhyggjur sínar sem kann ráð til að losa sig við eða minnka þær. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir en jafnframt þarf að finna heilbrigða leið til að takast á við hann. Traustadóttir ttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=