Kynningarskrá 2025

90 Samfélagsgreinar Lífsleikni | öll skólastig Handbók um öryggi og velferð barna í leikskólum og grunnskólum | K Handbækur sem ætlaðar eru starfsfólki skóla sem stuðningur við gerð öryggisáætlana og viðbragðsáætlana. Ofbeldi gegn börnum – Hlutverk skóla | K Markmið handbókarinnar er að auka þekkingu starfsfólks skóla á ofbeldi sem sum börn verða fyrir, vekja athygli á forvörnum, viðeigandi inngripum og úrræðum. Efnið er sett fram á skýran og hagnýtan hátt, með yfirliti yfir fræðsluefni og úrræði aftast í bókinni. Út fyrir boxið – Hönnunarhugsun og 21. aldar færni | K | S Út fyrir boxið er stuðningsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla sem kynnir hönnunarhugsun sem kennsluaðferð. Í handbókinni er fjallað um hvernig hægt er að nýta hönnunarhugsun til að efla skapandi og gagnrýna hugsun nemenda, samvinnu, upplýsinga- og lausnaleit. Með 42 verkspjöldum sem fylgja eru kennarar leiddir skref fyrir skref í gegnum aðferðir hönnunarhugsunar sem nýtast bæði í hefðbundinni kennslu og þverfaglegum verkefnum. Efnið er í senn innblástur og hagnýtt verkfæri fyrir nýsköpun í skólastarfi. Umferðarvefurinn | VE Á vefnum má finna fjölbreytt efni fyrir ólíka aldurshópa – bæði gagnvirkt efni og efni til útprentunar – sem stuðlar að aukinni vitund og ábyrgð í umferðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=