Kynningarskrá 2025

89 Samfélagsgreinar Lífsleikni | öll skólastig Falsfréttir – Veggspjald | VS Falsfréttir eru upplýsingar sem líta út fyrir að vera raunverulegar en eru í raun rangar, misvísandi eða segja aðeins hluta sögunnar. Veggspjaldið veitir nemendum innsýn í hvernig falsfréttir birtast og kennir þeim að þekkja helstu einkenni þeirra. Það styður við færni í gagnrýninni hugsun með því að hvetja nemendur til að rýna í upplýsingar og meta áreiðanleika heimilda sem þau rekast á í daglegu lífi, bæði á netinu og annars staðar. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna | VS | VS | VE Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi barna og í þessu efni eru greinar sáttmálans kynntar með skýrum og aðgengilegum hætti. Um er að ræða veggspjald í tveimur stærðum og bækling. Efnið styður við fræðslu um réttindi barna og markmið Barnasáttmálans og tengist vefnum www.barnasattmali.is þar sem finna má nánari fróðleik og verkefni fyrir börn og kennara. Þekktu réttindi þín | N | V | K | VS Aðgengilegt og hnitmiðað námsefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hjálpar nemendum að verða sérfræðingar í eigin réttindum. Námsefnið er byggt á efni frá UNICEF í Hollandi. NÝTT!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=